Manchester United vann í kvöld sterkan 3-2 sigur gegn Liverpool í enska bikarnum. Leikið var á Old Trafford í Manchester.
Mohamed Salah, kom Liverpool yfir með marki eftir stoðsendingu frá Roberto Firmino á 18. mínútu.
Þannig stóðu leikar þangað til á 26. mínútu. Marcus Rashford átti frábæra sendingu inn fyrir vörn Liverpool sem rataði á Mason Greenwood sem jafnaði metin fyrir Manchester United.
Leikar í hálfleik stóðu 1-1.
Marcus Rashford kom Manchester United yfir í leiknum með marki á 48. mínútu eftir stoðsendingu frá Mason Greenwood.
Tíu mínútum síðar skoraði Mohamed Salah annað mark sitt og Liverpool og jafnaði metin eftir stoðsendingu frá Firmino.
Sigurmark leiksins kom hins vegar á 78. mínútu. Það skoraði varamaðurinn Bruno Fernandes sem tryggði Manchester United 3-2 sigur á nágrönnum sínum og farmiða í 5. umferð enska bikarsins með marki beint úr aukaspyrnu.
Manchester United fær heimaleik í næstu umferð þar sem liðið tekur á móti West Ham United.
Manchester United 3 – 2 Liverpool
0-1 Mohamed Salah (’18)
1-1 Mason Greenwood (’26)
2-1 Marcus Rashford (’48)
2-2 Mohamed Salah (’58)
3-2 Bruno Fernandes (’78)