Elche tók á móti Barcelona í spænsku deildinni í dag. Leikurinn endaði með 2-0 sigri Barcelona en leikið var á Estadio Manuel Martínez Valero, heimavelli Elche.
Hollendingurinn Frenkie De Jong, kom Barcelona yfir með marki á 39. mínútu.
Það var síðan hinn 21 árs gamli Riqui Puig sem innsiglaði 2-0 sigur Barcelona með marki eftir stoðsendingu frá Frenkie De Jong á 89. mínútu.
Barcelona er í 3. sæti deildarinnar eftir leikinn með 37 stig. Elche er í 19. sæti með 17 stig.
Elche 0 – 2 Barcelona
0-1 Frenkie De Jong (’39)
0-2 Riqui Puig (’89)