fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
433Sport

Lára opnar sig um nóttina örlagaríku á Hótel Sögu – „Það var gott að kyssa hann“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 11. september 2020 14:07

Foden á rassinum á Hótel Sögu en Lára tók myndina

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lára Clausen, önnur af íslensku stúlkunum sem fór á hótel enska landsliðsins um liðna helgi, er í einkaviðtali við Daily Mail sem birtist í dag. Þar kemur fram að Lára og Phil Foden hafi stundað kynlíf á hóteli enska landsliðsins síðasta sunnudag. Lára segir frá þessu í viðtalinu.

Lára hafði skutlað Nadíu á hótelið þar sem hún ætlaði að hitta Mason Greenwood. Þegar hún var á heimleið kom símtalið frá Nadíu um að Foden hefði áhuga á að fá hana á hótelið. Lára þurfti að finna hann á Instagram til að vita hver hann væri og sjá hvernig hann liti út.

Fram kemur í viðtalinu við Láru að öryggisverðir enska landsliðsins hafi vakið þær upp með látum til að leita að Phil Foden og Mason Greenwood. Strákarnir voru með stelpunum fram eftir nóttu en höfðu látið sig hverfa þegar þarna kom við sögu. Lára játar í samtali við Daily Mail að hún hafi tekið myndina af Foden berrössuðum.

Greenwood og Foden brutu sóttvarnarreglur þegar þeir hittu Láru og Nadíu Sif Líndal. Eftir atvikið voru þeir reknir úr enska landsliðinu. Fram kemur í frétt Daily Mail að drengirnir og íslensku stúlkurnar hafi verið með tvö herbergi á sjöundu hæð en enska landsliðið gisti á þriðju hæð. Strákarnir laumuðu sér upp til að hitta íslensku stúlkurnar.

,,Það var gott að kyssa hann,“ segir Lára við Daily Mail og greinir frá því að þau hafi stundað kynlíf.

Foden stóð ekki við loforð um að borga fyrir herbergið

Eins og fyrr segir var Lára á heimleið þegar Nadía hringdi og sagði að Foden vildi hitta hana. „Ég spurði hver þetta væri og hann varð pirraður á því að ég vissi ekki hver hann væri. Ég fékk nafnið á honum og skoðaði mynd á Instagram. Ég sá hvernig hann leit út og ákvað að fara á hótelið.“

Lára stoppaði í sjoppu á leiðinni til að kaupa nammi sem strákarnir höfðu beðið um. „Ég fór á hótelið og það var rólegt, þetta var gott hótel. Ég bókaði herbergi og það kostaði 55 pund. Foden hafði tjáð mér að hann myndi borga mér til baka, hann gerði það ekki. Ég fékk herbergi 700 en Nadía var með herbergi 702. Strákarnir gistu á þriðju hæð,“ segir Lára.

„Ég setti dótið mitt í mitt herbergi og fór svo til Nadiu, strákarnir voru ekki þarna til að byrja með. Þeir komu svo þegar ég var á baðherberginu. Við spjölluðum í hálftíma í herberginu hennar Nadíu, við sögðum þeim að við vissum ekkert um fótbolta og að við þekktum þá ekkert. Við höfðum ekki horft á landsleikinn.“

,,Þeim fannst það fyndið, Mason laug til um aldur sinn. Hann sagðist vera tvítugur en er bara 18 ára. Hann var stressaður, það drakk enginn áfengi. Það var bara nammi. Phil spurði mig hvort ég vildi koma í hitt herbergið, bara við tvö. Ég var til í það, hann setti svo gamanþætti af stað í sjónvarpinu.“

Góður að kyssa og hrósuðu rassi Láru

Hiti fór svo að færast í leikinn. „Hann var bara venjulegur drengur, hann kom ekki fram eins og hann væri frægur. Við vorum að grínast og hann sagði mér frá lífi sínu en talaði ekkert um kærustu eða barn,“ sagði Lára.

Þau fóru svo að ræða hæð sína en Foden er stuttur í annan endann. „Ég sagði honum að Nadía væri líklega hærri en hann, þá kyssti hann mig. Ég kyssti til baka, hann var góður að kyssa.“

Samkvæmt Láru stunduðu þau svo kynlíf. Eftir það komu Mason og Nadía yfir í herbergið þeirra. „Þetta var mjög gaman, Mason var að tala um hversu flottan rass ég væri með. Mér leið vel með þeim, ég var komin í föt. Hann talaði um þetta við Phil, ég sagðist heyra í þeim og Mason fannst það allt í lagi.“

„Phil sagði að ég væri flott og var sammála um að rassinn minn væri flottur. Ég held að Phil hafi notið þess að vera með mér, hann talaði fallega um mig. Hann sagði mér að ég væri falleg, hann faðmaði mig og sagði við Mason að ég væri stelpa sem ætti að halda í.“

„Phil tjáði mér að hann hefði notið stundarinnar og kyssti mig. Hann sagði mér að vera í sambandi,“
sagði Lára og Foden bætti henni svo við á Snapchat. „Ég sendi honum mynd af mér og hann sagði að ég væri falleg, svo fórum ég og Nadía að sofa.“

Öryggisverðir vöktu þær um miðja nótt

Lára segir frá því við Daily Mail að hún og Nadía hafi verið með strákunum til 03:00 um nóttina, eftir það lögðu þær sig saman í herbergi sem Nadía og Mason Greenwood höfðu verið í. „Hvar eru strákarnir? Hvar eru strákarnir,“ segir Lára að öryggisverðir enska landsliðsins hafi öskrað þegar þeir bönkuðu á dyrnar hjá þeim klukkan 06:00.

„Þeir kveiktu á ljósunum og leituðu á baðherberginu og í skápum að þeim. Þeir sýndu okkur ekki neina virðingu, þeir töldu okkur bara vera erlendar stelpur sem skiptu engu máli. Að við værum ekki neitt.“

Þær fóru svo aftur að sofa en símtal frá blaðamanni DV vakti þær klukkan 09:00. „Við fórum að sofa aftur til 09:00, þá fengum við símtal frá íslensku blaði sem sagðist ætla að birta frétt um málið,“ sagði Lára.

„Blaðamaðurinn tjáði okkur að þeir hefðu átt að vera í sóttkví, við vissum það ekki. Þegar ég hugsa til baka þá finn ég til með þeim að hafa misst sæti sitt í landsliðinu.“

Foden á kærustu og barn.

Móðir Láru öskraði á hana

Lára var sú sem tók upp myndirnar sem fóru víða um heim. „Ég tók myndina af Phil með nærbuxurnar hálfar niður, ég setti hana á Instagram í „Close friends“. Einhver tók það upp og sendi það á blaðamenn.“

Eftir að allt fór í háaloft hafði hún samband við Foden. „Hann var reiður, hann spurði hvers vegna ég hefði gert þetta? Af hverju ég hefði tekið myndir? Ég reyndi að útskýra málið en hann sagðist ekki hafa tíma fyrir þetta. Ég hef ekki heyrt í honum síðar.“

Viðtal Daily Mail í heild við Láru er hérna.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum
Atli Hrafn farinn frá HK
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Tjáir sig í fyrsta sinn um hegðun leikmanna Real: Létu ekki sjá sig á hátíðinni – ,,Hefði líklega ekki gert það sama“

Tjáir sig í fyrsta sinn um hegðun leikmanna Real: Létu ekki sjá sig á hátíðinni – ,,Hefði líklega ekki gert það sama“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ranieri tekur við í þriðja sinn

Ranieri tekur við í þriðja sinn
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Staða dómarans versnar hratt – Nú var myndband af honum að taka kókaín á miðju móti að leka út

Staða dómarans versnar hratt – Nú var myndband af honum að taka kókaín á miðju móti að leka út
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Guardiola spenntur fyrir tveimur varnarmönnum – Annar þeirra fór frá Liverpool í sumar

Guardiola spenntur fyrir tveimur varnarmönnum – Annar þeirra fór frá Liverpool í sumar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Vill 900 milljónir í árslaun frá og með næsta sumri

Vill 900 milljónir í árslaun frá og með næsta sumri
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ekki hlustað á Akurnesinga sem sökuðu Morgunblaðið um smellubeitu – „Sem er verulega ámælisvert af blaðamanni“

Ekki hlustað á Akurnesinga sem sökuðu Morgunblaðið um smellubeitu – „Sem er verulega ámælisvert af blaðamanni“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Víkingur þarf að borga væna summu í sekt fyrir framkomu stuðningsmanna – Blikar fá smá sekt

Víkingur þarf að borga væna summu í sekt fyrir framkomu stuðningsmanna – Blikar fá smá sekt
433Sport
Í gær

Maðurinn sem tók upp myndbandið umdeilda og lak því út settur til hliðar í starfi sínu

Maðurinn sem tók upp myndbandið umdeilda og lak því út settur til hliðar í starfi sínu
433Sport
Í gær

Amorim faðmaði alla þá leikmenn sem hann hitti í gær – Sjáðu myndirnar

Amorim faðmaði alla þá leikmenn sem hann hitti í gær – Sjáðu myndirnar