fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Sport

HM í handbolta 2021 – Nær algjör einangrun leikmanna og sýnataka þriðja hvern dag

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 29. október 2020 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í janúar fer HM í handbolta fram í Egyptalandi. Umgjörð mótsins verður með öðru móti en venjulega vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Leikmenn og fjölmiðlamenn verða fyrir áhrifum af þessari breyttu umgjörð og það sama má segja um starfsmenn landsliðanna. Íslenska landsliði tekur þátt í úrslitakeppninni og leikur sinn fyrsta leik þann 14. janúar gegn Portúgal.

Alþjóðahandknattleikssambandið hefur kynnt þær reglur sem munu gilda. Í þeim felst meðal annars að leikmennirnir verða í einangrun og fá ekki að hitta fjölskyldur sínar á meðan á mótinu stendur. Þá verður nokkurskonar hólfaskipting viðhöfð til að draga úr líkunum á smiti. Allir, sem tengjast mótinu, verða að vera í þessu hólfi og mega ekki eiga í samskiptum við fólk utan þess. Þetta nær til leikmanna, þjálfara og annarra sem tengjast liðunum en einnig til fjölmiðlamanna, bílstjóra, sjálfboðaliða, starfsfólks á hótelum, lækna og fleiri.

Allir eiga að gæta þess að halda að minnsta kosti eins og hálfs metra fjarlægð á milli sín og annarra. Allir þurfa að fara í sýnatöku á þriggja daga fresti. Líkamshiti verður mældur reglulega og herbergi verða þrifin oft. Leikmenn mega ekki heilsast fyrir eða eftir leiki og allir nema leikmenn og dómarar eiga að vera með andlitsgrímur á meðan á leik stendur. Liðin fá stærra svæði til umráða við hliðarlínuna en venja er.

Allir sem koma til Egyptalands verða að framvísa neikvæðri niðurstöðu COVID-19 prófs og má hún ekki vera eldri en 72 tíma. Liðin eiga að nota sömu farartækin allan tímann og hiti fólks verður mældur áður en stigið er inn í farartækin. Sigurvegarar mótsins eiga sjálfir að setja verðlaunapeningana á sig.

Þetta er hluti þeirra reglna sem munu gilda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Real Madrid óttast það bara að einn leikmaður fái leikbann fyrir Arsenal leikinn

Real Madrid óttast það bara að einn leikmaður fái leikbann fyrir Arsenal leikinn
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fjórir aðilar á Íslandi sýknaðir – Voru grunaðir um að hagræða úrslitum leiks síðasta sumar

Fjórir aðilar á Íslandi sýknaðir – Voru grunaðir um að hagræða úrslitum leiks síðasta sumar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Viðurkennir að fjarvera Glódísar sé áfall – „Þurfum bara að takast á við það“

Viðurkennir að fjarvera Glódísar sé áfall – „Þurfum bara að takast á við það“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Enn vel mögulegt að Salah taki þetta framandi skref í sumar

Enn vel mögulegt að Salah taki þetta framandi skref í sumar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sjáðu nýjustu klippuna frá Bestu deildinni – Afar vandræðaleg lyftuferð

Sjáðu nýjustu klippuna frá Bestu deildinni – Afar vandræðaleg lyftuferð
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Jón Þór: „Þetta er staðurinn sem við viljum vera á“

Jón Þór: „Þetta er staðurinn sem við viljum vera á“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fór í sögubækurnar með ljótu broti gegn Liverpool í gær

Fór í sögubækurnar með ljótu broti gegn Liverpool í gær
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Komu myndavél inn í herbergi frægra manna er þeir stunduðu kynlíf – Þetta sagði einn við konuna í miðjum klíðum

Komu myndavél inn í herbergi frægra manna er þeir stunduðu kynlíf – Þetta sagði einn við konuna í miðjum klíðum