Valgeir Valgeirsson, er genginn til liðs við Brentford í ensku 1. deildinni á láni frá HK út tímabilið. Þetta staðfesti Brentford á Twitter síðu sinni.
Valgeir mun leika með B-liði Brentford, að minnsta kosti til þess að byrja með. Ljóst er að þetta er gott tækifæri fyrir leikmanninn til að láta ljós sitt skína.
Valgeir er 18 ára kantmaður sem hefur leikið 17 leiki með HK í sumar og skorað í þeim 4 mörk.
Neil MacFarlane þjálfari B-liðs Brentford er ánægður með að fá Valgeir til Brentford.
,,Valgeir er frábær viðbót við hópinn. Hann á eftir að þróa sínn leikstíl enn frekar en hann er með reynslu úr meistaraflokk og er bæði góður fram á við og þegar liðið þarf að verjast. Hann er leikmaður sem skilur allt eftir á vellinum fyrir liðið,“ sagði Neil í viðtali sem birtist á heimasíðu Brentford.
✍️ Welcome to #BrentfordB Valgeir Valgeirsson!
The Icelandic youth international joins the young Bees on loan until the end of the 2020/21 season from @HK_Kopavogur
Full Story 👉 https://t.co/VCbgbL6CGT #BrentfordFC pic.twitter.com/odRY8brQ6W
— Brentford FC (@BrentfordFC) October 5, 2020