Liðin sem berjast um sæti í Pepsi-Max deildinni á næsta ári unnu öll sína leiki í dag. Fram vann góðan 0-2 sigur á Þór Akureyri. Leiknir R. vann öruggan 3-0 sigur á Aftureldingu.
ÍBV vann sinn fyrsta leik síðan 19. ágúst í Lengjudeildinni er þeir unnu Þrótt R. 0-3. Víkingur Ólafsvík náði síðan að slíta sig enn frekar frá botnbaráttunni með 2-4 sigri á Leikni F.
Þór Akureyri tók á móti Fram á Þórsvelli. Alexander Már Þorláksson kom gestunum yfir á 6. mínútu. Fred Saraiva skoraði síðan annað mark Fram á 74. mínútu og innsiglaði 0-2 sigur Fram.
Leiknir R. fékk Aftureldingu í heimsókn í Breiðholtið. Máni Austmann kom Leikni yfir á 37. mínútu. Vuk Oskar Dimitrijevic skoraði síðan annað mark Leiknismanna á 50. mínútu. Ágúst Leó Björnsson innsiglaði síðan 3-0 sigur Leiknismanna á 88. mínútu
Í Laugardalnum mættust Þróttur R. og ÍBV. Jón Jökull Hjaltason kom Eyjamönnum yfir á 57. mínútu. Jack Lambert skoraði síðan annað mark ÍBV á 78. mínútu. Jack Lambert var síðan aftur á ferðinni er hann skoraði þriðja mark ÍBV á 89. mínútu. 0-3 sigur ÍBV staðreynd.
Leiknir F. og Víkingur Ó mættust í Fjarðabyggðarhöllinni. Kristófer Reyes kom Víkingi yfir á 47. mínútu. Gonzalo Zamorano tvöfaldaði síðan forystu gestanna á 54. mínútu. Röðin var síðan komin að Harley Willard, hann skoraði þriðja mark Víkinga á 65. mínútu. Tveimur mínútum síðar fékk Emmanuel Eli Keke, leikmaður Víkings, að líta rauða spjaldið.
Arkadiusz Jan Grzelak minnkaði muninn fyrir Leikni á 85. mínútu. Hann var síðan aftur á ferðinni á 92. mínútu er hann skoraði annað mark Leiknis. Það var hins vegar Gonzalo Zamorano sem tryggði sigur Víkings á 93. mínútu. Lokastaðan 2-4 sigur Víkinga.
Þór Ak. 0-2 Fram
0-1 Alexander Már Þorláksson (‘6)
0-2 Fred Saraiva (’74)
Leiknir R. 3-0 Afturelding
1-0 Máni Austmann Hilmarsson (’37)
2-0 Vuk Oskar Dimitrijevic (’50)
3-0 Ágúst Leó Björnsson (’88)
Þróttur R. 0-3 ÍBV
0-1 Jón Jökull Hjaltason (’57)
0-2 Jack Lambert (’78)
0-3 Jack Lambert (’89)
Leiknir F. 2-4 Víkingur Ó.
0-1 Kristófer Reyes (’47)
0-2 Gonzalo Zamorano (’54)
0-3 Harley Willard (’65)
1-3 Arkadiusz Jan Grzelak (’85)
2-3 Arkadiusz Jan Grzelak (’92)
2-4 Gonzalo Zamorano (’93)
Rautt spjald: Emmanuel Eli Keke, Víkingur Ó (’67)