Skondið atvik átti sér stað í leik Brighton og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni sem var að ljúka með 2-3 sigri Manchester United.
Allt stefndi í 2-2 jafntefli. Chris Kavanagh flautaði leikinn af. Hann dæmdi síðan fljótlega eftir það vítaspyrnu eftir að hafa skoðað upptökur úr VAR. Þar sá hann að boltinn hafði farið í hendi Neal Maupay, leikmanns Brighton áður en hann flautaði leikinn af.
Bruno Fernandes, leikmaður Manchester United tók spyrnuna og tryggði þeim sinn fyrsta sigur á tímabilinu.
John Cross, blaðamaður á The Mirror sér á þessu spaugilega hlið:
,,Manchester United er vant því að skora mjög, mjög seint í leikjum. Nú skora þeir líka eftir að leik er lokið,“ skrifaði hann á samfélagsmiðilinn Twitter.