Mikael Neville Anderson var í byrjunarliði Midtjylland og spilaði allan leikinn er liðið vann Randers 1-0 í dönsku úrvalsdeildinni í dag.
Bozhidar Kraev skoraði eina mark leiksins fyrir Midtjyllan á 6. mínútu.
Midtjylland er eftir leikinn í 2. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 6 stig eftir þrjá leiki.
Midtjylland – Randers
1-0 Bozhildar Kraev (‘6)