Erik Hamren gerir talsverðar breytingar á byrjunarliði sínu fyrir leikinn gegn Belgíu í Þjóðadeildinni sem hefst klukkan 18:45.
Ögmundur Kristinsson tekur stöðuna í markinu en Hannes Þór Halldórsson ferðaðist ekki með liðinu út og sömu sögu er að segja af Kára Árnasyni. Hólmar Örn Eyjólfsson og Jón Guðni Fjóluson leika í hjarta varnarinnar. Sverrir Ingi Ingason tekur út leikbann og Ari Freyr Skúlason kemur inn fyrir Hörð Björgvin magnússon
Arnór Sigurðsson og Andri Fannar Baldursson koma inn á miðsvæðið en Andri Fannar er að spila sinn fyrsta landsleik. Þá byrjar Hólmbert Aron Friðjónsson í fremstu víglínu.
Byrjunarliðið er hér að neðan.
Ögmundur Kristinsson
Hjörtur Hermansson
Hólmar Örn Eyjólfsson
Jón Guðni Fjóluson
Ari Freyr Skúlason
Arnór Sigurðsson
Birkir Bjarnason
Guðlaugur Victor Pálsson
Andri Fannar Baldursson
Albert Guðmundsson
Hólmbert Aron Friðjónsson