„Þetta er stærsta augnablikið á mínum ferli,“ segir Julian McGarvey, leikmaður Ardsley Panthers-körfuboltaliðsins í New York.
Ótrúlegt atvik átti sér stað í úrslitaleik milli Panthers og Tappan Zee sem fram fór um helgina. Phanters var tveimur stigum undir, 49-51, þegar 2,4 sekúndur voru á klukkunni og Tappan Zee var auk þess með boltann.
Leikmaður Tappan Zee brá á það ráð að kasta boltanum langt fram á völlinn og freista þess að tíminn myndi renna út, ef ske kynni að leikmenn Tappan Zee næðu að stela honum og koma boltanum í körfuna.
Eins og sést á meðfylgjandi myndbandi náði Julian að grípa boltann, nánast inni í eigin teig á hinum enda vallarins. Hann lét vaða yfir allan völlinn og hitti! 3 stig í hús og 52-51 sigur staðreynd.
Eins og gefur að skilja ætlaði allt um koll að keyra í íþróttahöllinni enda var þetta skot sem í raun var ómögulegt að hitta úr.
Hér að neðan má sjá þetta ótrúlega skot frá tveimur sjónarhornum:
HOLY CRAP! Ardsley wins on a miracle at buzzer. Julian McGarvey! pic.twitter.com/O4s8fyFdAP
— Kevin Devaney Jr. (@KDJmedia1) March 3, 2018
https://platform.twitter.com/widgets.js
McGarvey at the buzzer!!!! Ardsley wins 52-51. pic.twitter.com/EYlEUMXuic
— Varsity Insider (@lohudinsider) March 3, 2018