Kolbeinn Sigþórsson, framherji Nantes í Frakklandi, gæti mögulega yfirgefið félagið á næstu vikum. Kolbeinn hefur verið í læknisskoðun í Frakklandi en hann lék síðast knattspyrnu fyrir einu og hálfu ári. Líklegt er að Kolbeinn fái lítið að spila með Nantes nái hann fullri heilsu, það er því líklegt að hann færi sig um set á næstunni en fréttir um heilsu hans hafa verið góðar. Framherjinn fór til æfinga í Katar á dögunum og komst vel frá þeim. Kolbeinn lék síðast með landsliðinu á EM í Frakklandi en nái hann heilsu ætti hann að komast með til Rússlands á heimsmeistaramótið.