fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Sport

Robert er 16 ára og 231 sentímetri: Borðar 5.000 hitaeiningar á dag og dreymir um að spila í NBA

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 21. febrúar 2017 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Markmið mitt núna er að styrkjast og bæta mig sem leikmaður,“ segir hinn sextán ára gamli Robert Bobroczky sem búsettur er í Ohio í Bandaríkjunum.

Óhætt er að segja að þessi sextán ára piltur veki athygli hvert sem hann fer. Hann er 231 sentímetri á hæð og það þrátt fyrir að vera aðeins sextán ára gamall og mögulega enn að stækka.

Vel nothæfur leikmaður

Robert spilar körfubolta með Grand River Academy-skólanum í Ohio og þykir efnilegur og vel nothæfur leikmaður – ekki síst í ljósi þess hversu hávaxinn hann er.

Robert er fæddur og uppalinn í Rúmeníu en þegar hann var fjórtán ára gamall flutti fjölskylda hans til Ítalíu til að hann fengi betri þjálfun sem körfuboltamaður. Foreldrar hans vildu að Robert tæki næsta skref á ferli sínum og töldu að hagsmunum hans væri best borgið í Bandaríkjunum þar sem hann fengi góða þjálfun auk þess að geta sótt sér góða menntun. Þau fluttu því til Ohio fyrir skemmstu þar sem Robert ver öllum sínum stundum við nám og æfingar.

Dreymir um NBA-deildina

WGN-sjónvarpsstöðin í Ohio fjallaði um Robert og framtíðardrauma hans á dögunum. Robert stundar nám alla virka daga og að skóladegi loknum fer hann á æfingar hjá Spire-stofnuninni, sem er einskonar æfingamiðstöð fyrir unga afreksíþróttamenn. Þar spilar hann körfubolta og lyftir lóðum.

Þjálfarar Roberts segja að hann þurfi að þyngjast um 20 kíló og auka vöðvastyrk sinn. Til að það geti gerst þarf Robert að borða talsvert og sem stendur innbyrðir hann um 5.000 hitaeiningar á dag.

Robert segir sjálfur að hann dreymi um að spila í NBA-deildinni í körfubolta. Þess má geta að hæsti leikmaðurinn til að spila í NBA-deildinni var landi Roberts, Rúmeninn Gheorghe Muresan sem spilaði í deildinni á árunum 1993 til 2000. Muresan var 231 sentímetri á hæð, eins og Robert. Súdaninn Manute Bol, sem einnig lék um margra ára skeið í NBA-deildinni, var einnig 231 sentímetri á hæð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Real Madrid óttast það bara að einn leikmaður fái leikbann fyrir Arsenal leikinn

Real Madrid óttast það bara að einn leikmaður fái leikbann fyrir Arsenal leikinn
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fjórir aðilar á Íslandi sýknaðir – Voru grunaðir um að hagræða úrslitum leiks síðasta sumar

Fjórir aðilar á Íslandi sýknaðir – Voru grunaðir um að hagræða úrslitum leiks síðasta sumar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Viðurkennir að fjarvera Glódísar sé áfall – „Þurfum bara að takast á við það“

Viðurkennir að fjarvera Glódísar sé áfall – „Þurfum bara að takast á við það“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Enn vel mögulegt að Salah taki þetta framandi skref í sumar

Enn vel mögulegt að Salah taki þetta framandi skref í sumar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu nýjustu klippuna frá Bestu deildinni – Afar vandræðaleg lyftuferð

Sjáðu nýjustu klippuna frá Bestu deildinni – Afar vandræðaleg lyftuferð
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Jón Þór: „Þetta er staðurinn sem við viljum vera á“

Jón Þór: „Þetta er staðurinn sem við viljum vera á“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fór í sögubækurnar með ljótu broti gegn Liverpool í gær

Fór í sögubækurnar með ljótu broti gegn Liverpool í gær
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Komu myndavél inn í herbergi frægra manna er þeir stunduðu kynlíf – Þetta sagði einn við konuna í miðjum klíðum

Komu myndavél inn í herbergi frægra manna er þeir stunduðu kynlíf – Þetta sagði einn við konuna í miðjum klíðum