fbpx
Föstudagur 21.febrúar 2025
Sport

Eru þetta næstu stjörnur íslenska landsliðsins?

Synir Eiðs Smára og Gumma Ben líklegir til afreka – Gætu verið spennandi tímar fram undan

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 22. mars 2017 23:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu vegnar vel í dag en fram undan gætu verið fleiri spennandi ár enda margir efnilegir og spennandi leikmenn að koma upp.

Í dag fara leikmenn mjög ungir út í atvinnumennsku enda draumur flestra ungra knattspyrnumanna að gera það gott úti í hinum stóra heimi.

Íslensk ungstirni gera það í raun mjög gott á erlendri grundu, margir eru í Hollandi og nokkrir á Englandi auk þess sem aðrir eru í öðrum löndum.

Þó að listinn yfir efnilega knattspyrnumenn á Íslandi sé endalaus fékk DV nokkra góða menn til að fara yfir hvaða leikmenn eigi mesta möguleika á að verða stjörnur í A-landsliðinu á komandi árum.

Erfitt var að setja saman tíu leikmenn en nefndin komst að niðurstöðu á endanum.

Á listanum má finna syni nokkurra gamalla hetja en þar má nefna syni Eiðs Smára Guðjohnsen og Guðmundar Benediktssonar.

Albert Guðmundsson – PSV – 19 ára
Það eru ekki mörg ár í að Albert verði orðinn lykilmaður hjá íslenska landsliðinu. Slær í gegn í næstefstu deild Hollands með varaliði PSV þessa stundina og ætti að fá tækifæri með aðalliði félagsins innan tíðar. Sóknarsinnaður miðjumaður með gott auga fyrir marki.

Alfons Sampsted – Norrköpping – 18 ára
Bakvörðurinn öflugi sem hefur átt góð tvö tímabil með Breiðabliki í efstu deild á Íslandi er farinn til Svíþjóðar. Með góðan hraða og öflugur bæði í vörn og sókn. Framtíðar bakvörður í landsliðinu.

Andri Lucas Guðjohnsen – Espanyol – 15 ára
Sonur Eiðs Smára gerir það gott með Espanyol á Spáni og hafa menn talsverðar væntingar til hans í framtíðinni. 15 ára gamall er Andri byrjaður að fá tækifæri með U17 ára landsliði Íslands. Virðist hafa sömu útsjónarsemi og pabbi hans hafði en hann leikur yfirleitt sem miðjumaður.

Ágúst Eðvald Hlynsson – Norwich – 16 ára
Ágúst hélt til Englands í upphafi árs en hann hafði fengið smjörþefinn í meistaraflokki hér heima með Breiðabliki. Með góða tækni en er agaður leikmaður. Margir telja hann vera einn okkar efnilegasta leikmann.

Birkir Heimisson – Heerenveen – 17 ára
Varnarsinnaður miðjumaður frá Akureyri, hefur verið að gera fína hluti með unglingaliðum Heerenveen í Hollandi. Ólst upp hjá Þór á Akureyri og vakti athygli fyrir hæfileika sína mjög ungur.

Jón Dagur Þorsteinsson – Fulham – 18 ára
Kantmaðurinn knái úr Kópavoginum lék með HK áður en hann hélt til Englands. Hefur gert það mjög gott hjá Fulham og er talið að hann gæti fengið tækifæri með aðalliði félagsins innan tíðar. Hefur mikla útsjónarsemi, gefur góðar sendingar og er góður skotmaður.

Jónatan Ingi Jónsson – AZ Alkmaar – 18 ára
Hægri kantmaðurinn úr Hafnarfirði er góður með báðum fótum og ógnar sífellt með hraða sínum og krafti. FH-ingar telja að þarna sé stjarna sem muni skína skært á næstu árum.

Júlíus Magnússon – Heerenveen – 18 ára
Leikur á miðsvæðinu en Júlíus sem ólst upp í Víkinni og getur bæði spilað sem kantmaður og miðjumaður. Hefur vakið talsverða athygli í Hollandi en hjá Heerenveen hafa menn miklar væntingar til hans.

Kolbeinn Birgir Finnsson – FC Groningen – 17 ára
Sonur Finns Kolbeinssonar er gríðarlegt efni, sló í gegn hjá Fylki áður en hann hélt út. Kraftmikill og duglegur miðjumaður, hefur gæði til að sprengja upp varnir með útsjónarsemi.

Rúnar Alex Rúnarsson – Nordsjælland – 22 ára
Elstur á þessum lista en hann er markvörður sem gerir stöðuna öðruvísi, er byrjaður að spila talsvert í dönsku úrvalsdeildinni og hefur komist í æfingahóp hjá A-landsliðinu. Hefur allt sem til þarf til að vera markvörður í fremstu röð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Meiðslin verri en talið var í fyrstu – Enn eitt áfallið fyrir Amorim

Meiðslin verri en talið var í fyrstu – Enn eitt áfallið fyrir Amorim
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sigurður á Kirkjubæjarklaustri er Grasrótarpersóna ársins

Sigurður á Kirkjubæjarklaustri er Grasrótarpersóna ársins
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gylfi tók á sig launalækkun þegar hann fór í Víking

Gylfi tók á sig launalækkun þegar hann fór í Víking
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Arne Slot verulega óhress með það hvernig Nunez brást við í gærkvöldi

Arne Slot verulega óhress með það hvernig Nunez brást við í gærkvöldi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

KSÍ fundaði með yfirvöldum – Stofna starfshóp um launþega og verktaka

KSÍ fundaði með yfirvöldum – Stofna starfshóp um launþega og verktaka
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Milos gerir magnaða hluti í Dubai – Var stoltur þegar hann sá hvað var gert fyrir hann

Milos gerir magnaða hluti í Dubai – Var stoltur þegar hann sá hvað var gert fyrir hann