fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Sport

Þurfa að spila eins og gegn Sviss

Craig Pedersen segir byrjunina í Sviss það besta sem liðið hefur sýnt – Belgar unnu okkur stórt í fyrra

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 6. september 2016 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik leikur á morgun, miðvikudag, sinn þriðja leik í undankeppni EM. Liðið mætir nú sterkasta liði riðilsins, Belgíu. Ísland hefur unnið tvo fyrstu leikina í riðlinum en sigur gegn Belgíu myndi setja liðið í sérlega vænlega stöðu. „Þeir eru mjög sterkir og hafa náð góðum úrslitum í æfingarleikjunum. Þeir unnu til dæmis Pólverja á útivelli,“ segir Craig Pedersen landsliðsþjálfari í samtali við DV.

Sigurlið riðilsins kemst beint á EM en fjögur lið sem hafna í öðru sæti, af riðlunum sex, komast einnig þangað. Belgar hafa, rétt eins og Íslendingar, unnið báða leiki sína í riðlinum.

Craig Pedersen hefur stýrt liðinu til sigurs í fyrstu tveimur leikjunum. Sigur gegn Belgíu myndi setja liðið í bílstjórasæti riðilsins.
Ánægður Craig Pedersen hefur stýrt liðinu til sigurs í fyrstu tveimur leikjunum. Sigur gegn Belgíu myndi setja liðið í bílstjórasæti riðilsins.

Mynd: EPA

Íslendingar unnu góðan sextán stiga öruggan sigur á Sviss í Laugardalshöll á miðvikudaginn var. Þeim sigri fylgdi liðið eftir með 11 stiga útisigri gegn Kýpur, eftir erfiðan fyrri hálfleik. Þar lék liðið án síns besta manns, Jóns Arnórs Stefánssonar. Jón kenndi sér eymsla í hné.

Belgar unnu 19 stiga sigur á Kýpverjum heima en 15 stiga útisigur á Sviss.

Erfitt að skora í fyrra

Craig segir afar mikilvægt fyrir Ísland að komast strax í takt við leikinn – finna rétta flæðið. „Við þurfum að vera kvikir og aggressífir, bæði í vörn og sókn. Við þurfum að spila eins og við spiluðum fyrri hálfleikinn gegn Sviss.“

Hann minnist þess að Belgar hafi unnið Ísland með miklum mun síðast þegar liðin mættust. „Við spiluðum við þá í aðdraganda EM í fyrra og þá unnu þeir okkur stórt. Þeir eru nú án fimm eða sex leikmanna sem spiluðu þá en við erum án þriggja. Svo bæði lið hafa tekið nokkrum breytingum,“ segir Craig við DV.

Craig segir að Belgar séu mjög miklir íþróttamenn; sterkir, stórir og fljótir. „Þeir geta spilað á stóru mennina en eru einnig með mjög góða skotmenn. Þeir hafa mjög sterka vörn og í fyrra reyndist okkur erfitt að skora gegn þeim.“

Jón Arnór Stefánsson er okkar besti leikmaður. Hans naut ekki við gegn Kýpur. Óvíst er um þátttöku hans gegn Belgum.
Meiddur á hné Jón Arnór Stefánsson er okkar besti leikmaður. Hans naut ekki við gegn Kýpur. Óvíst er um þátttöku hans gegn Belgum.

Mynd: EPA

Frammistaðan gegn Sviss sú besta

Hann er mjög ánægður með liðið það sem af er mótinu. „Frammistaðan fyrstu 18 mínúturnar á móti Sviss er sú besta sem ég hef séð frá liðinu frá því ég tók við. Við vorum frábærir á báðum endum vallarins,“ segir hann. Craig er líka mjög ánægður með útisigurinn gegn Kýpur. „Það var mjög góður sigur. Við lékum án Jóns Arnórs, sem hefur mikla reynslu af því að spila á erfiðum útivöllum víða um Evrópu, þannig að það var virkilega sterkur sigur. Það er erfitt að spila á útivelli í þessari keppni.“

Spurður hvað liðið þurfi helst að bæta nefnir hann að leikmenn Sviss hafi fengið að taka of mikið af fráköstum en að liðið hafi bætt úr því svo um munaði gegn Kýpur. Áfram þurfi allir leikmenn að hjálpast að við fráköstin. Heilt yfir er hann þó sáttur. „Ég er mjög ánægður með þessa tvo leiki.“

Snýst aldrei um einn eða tvo

Martin Hermannsson hefur, ásamt kannski Loga Gunnarssyni, reynst afar dýrmætur í sóknarleik liðsins. Martin er stigahæstur en hann hefur í fjarveru Pawels Ermolinskji fengið sæti í byrjunarliðinu. Hann hefur endurgoldið traustið. „Hann hefur verið mjög góður fyrir liðið og hefur mjög sérstaka hæfileika.“ Hann tekur fram að þó að Martin, sem hafi þroskast mikið á tveimur árum, sé stigahæstur hafi margir leikmenn stigið upp og axlað ábyrgð á mismunandi tíma í leikjunum. Framlag Loga Gunnarssonar hafi til að mynda verið frábært, snemma í leikjunum, og fleiri megi nefna. Hann bendir á að enginn einn eða tveir leikmenn hafi skorað obbann af stigunum. „Við getum aldrei stólað á einn eða tvo leikmenn. Þetta snýst alltaf um liðsheildina.“ Craig segir að Martin hafi þroskast mjög á síðustu tveimur árum
Þegar þetta er skrifað er óvíst hvort Jón Arnór Stefánsson geti tekið þátt í leiknum. Hann hefur um árabil verið okkar sterkasti leikmaður. Craig vonast að sjálfsögðu til að Jón Arnór spili en segir það ekkert úrslitaatriði. Liðið hafi unnið útileik án Jóns og sé undir það búið að leika án hans. „Ef hann spilar þá er það frábært.“

„Þeir hafa mjög sterka vörn og í fyrra reyndist okkur erfitt að skora gegn þeim.“

Meira framlag af bekknum

Á vefsíðu FIBA má finna samanburð á tölfræðiþáttum liðanna. Liðin hafa svipaða skotnýtingu þegar tveggja stiga skot eru annars vegar. Þriggja stiga skotnýting Íslands er mun betri en Belga, 42 prósent hjá Íslandi en 30 prósent hjá Belgum. Þeir hafa hins vegar heldur betri vítanýtingu en við.

Belgar hafa tekið 44 fráköst í leikjum sínum að jafnaði en Íslendingar 37,5. Íslendingar hafa gefið umtalsvert fleiri stoðsetningar (23 á móti 16,5) en stolnir boltar, varin skot og hröð upphlaup eru álíka mörg. Leikmenn sem ekki eru í byrjunarliði hafa skorað 47,5 stig að meðaltali í leikjunum tveimur fyrir Ísland en belgískir varamenn 40.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Furðar sig á ummælum Helga sem fór mikinn í gærkvöldi – „Hann átti varla fyrir salti í grautinn“

Furðar sig á ummælum Helga sem fór mikinn í gærkvöldi – „Hann átti varla fyrir salti í grautinn“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Amorim bannaði Leny Yoro að spila með varaliðinu

Amorim bannaði Leny Yoro að spila með varaliðinu
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Breiðablik borgar um 15 milljónir fyrir Óla Val

Breiðablik borgar um 15 milljónir fyrir Óla Val
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Flestir vilja að Alan Shearer taki við stóra starfinu í sjónvarpi

Flestir vilja að Alan Shearer taki við stóra starfinu í sjónvarpi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Vilja fá hann frítt frá Arsenal næsta sumar

Vilja fá hann frítt frá Arsenal næsta sumar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

City staðfestir nýjan samning við Guardiola – Engin klásúla til að rifta

City staðfestir nýjan samning við Guardiola – Engin klásúla til að rifta
433Sport
Í gær

Hefur áhyggjur af Sancho hjá Chelsea og færir rök fyrir máli sínu

Hefur áhyggjur af Sancho hjá Chelsea og færir rök fyrir máli sínu
433Sport
Í gær

Andri framlengir í Garðabæ

Andri framlengir í Garðabæ