Ótrúlegur árangur á Ólympíuleikum fatlaðra í Ríó
Á sunnudag hljóp Alsíringurinn Fouad Baka 1.500 metra á 3:49,59 mínútum. Hlaupið fór fram á Ólympíuleikum fatlaðra í Ríó, nánar tiltekið á Maracana Stadium. Það er góður tími, raunar svo góður tími að ef hann hefði hlaupið á sama tíma á sama velli í ágúst, hefið hefði hann unnið Bandaríkjamanninn Matthew Centrowitz Jr., sjálfan gullverðlaunahafann á Ólympíuleikunum. Sá hljóp á þremur mínútum og fimmtíu sekúndum sléttum.
Því miður var Baku ekki þátttakandi á ólympíuleikunum í ágúst. Hann er þátttakandi á Ólympíuleikum fatlaðra og varð þess vegna að gera sér fjórða sætið að góðu. Þrír fatlaðir hlauparar hlupu hraðar en hann. Frá þessu greinir Huffington Post.
Baku komst ekki á pall, þó hann hafi hlaupið á betri tíma en ólympíuhafinn á leikum ófatlaðra á dögunum. Baku er blindur og hlaupararnir fjórir, sem hefðu ýtt öllum verðlaunahöfunum á Ólympíuleikunum af palli, eru allir blindir. Þeir keppa í flokknum T12/13.
Gullið tók Abdellatif Baka, bróðir Fouad Baka. Hann hljóp á tímanum 3:48,29 mínútum.
Silfrið hreppti Tamiru Demisse frá Eþíópíu, sem hljóp á 3:48,59 mínútum.
Bronsið fékk Henry Kirwa frá Keníu, en hann hljóp á tímanum 3:49:59 mínútum.
„Það var ekki auðvelt að landa þessu gulli,“ sagði Abdellatif eftir hlaupið. „Ég er búinn að æfa linnulaust í eitt eða tvö ár. Þetta var mjög erfitt.“
Því skal til haga haldið að úrslitahlaupið í ágúst var í hægara lagi. Þannig hljóp gullverðlaunahafinnk, Metthew Centrowitz Jr., ellefu sekúndum hraðar bæði í fyrstu umferð og undanúrslitum. Árangur blindu hlauparanna er þrátt fyrir það stórmerkilegur.