fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Sport

Fjórir blindir hlupu hraðar en ófatlaðir

Ótrúlegur árangur á Ólympíuleikum fatlaðra í Ríó

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 13. september 2016 20:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á sunnudag hljóp Alsíringurinn Fouad Baka 1.500 metra á 3:49,59 mínútum. Hlaupið fór fram á Ólympíuleikum fatlaðra í Ríó, nánar tiltekið á Maracana Stadium. Það er góður tími, raunar svo góður tími að ef hann hefði hlaupið á sama tíma á sama velli í ágúst, hefið hefði hann unnið Bandaríkjamanninn Matthew Centrowitz Jr., sjálfan gullverðlaunahafann á Ólympíuleikunum. Sá hljóp á þremur mínútum og fimmtíu sekúndum sléttum.

Því miður var Baku ekki þátttakandi á ólympíuleikunum í ágúst. Hann er þátttakandi á Ólympíuleikum fatlaðra og varð þess vegna að gera sér fjórða sætið að góðu. Þrír fatlaðir hlauparar hlupu hraðar en hann. Frá þessu greinir Huffington Post.

Matthew Centrowitz hljóp á þremur mínútum og fimmtíu sekúndum í Ríó í ágúst. Það nægði til sigurs.
Ólympíumeistari Matthew Centrowitz hljóp á þremur mínútum og fimmtíu sekúndum í Ríó í ágúst. Það nægði til sigurs.

Mynd: EPA

Baku komst ekki á pall, þó hann hafi hlaupið á betri tíma en ólympíuhafinn á leikum ófatlaðra á dögunum. Baku er blindur og hlaupararnir fjórir, sem hefðu ýtt öllum verðlaunahöfunum á Ólympíuleikunum af palli, eru allir blindir. Þeir keppa í flokknum T12/13.

Gullið tók Abdellatif Baka, bróðir Fouad Baka. Hann hljóp á tímanum 3:48,29 mínútum.
Silfrið hreppti Tamiru Demisse frá Eþíópíu, sem hljóp á 3:48,59 mínútum.
Bronsið fékk Henry Kirwa frá Keníu, en hann hljóp á tímanum 3:49:59 mínútum.

„Það var ekki auðvelt að landa þessu gulli,“ sagði Abdellatif eftir hlaupið. „Ég er búinn að æfa linnulaust í eitt eða tvö ár. Þetta var mjög erfitt.“

Því skal til haga haldið að úrslitahlaupið í ágúst var í hægara lagi. Þannig hljóp gullverðlaunahafinnk, Metthew Centrowitz Jr., ellefu sekúndum hraðar bæði í fyrstu umferð og undanúrslitum. Árangur blindu hlauparanna er þrátt fyrir það stórmerkilegur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þekkir vel til í Danmörku og segir þetta umræðuna þar í landi um hugsanlega komu Arnars

Þekkir vel til í Danmörku og segir þetta umræðuna þar í landi um hugsanlega komu Arnars
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fernandes kemur sínum manni til varnar eftir tvö slæm mistök – ,,Höfum bullandi trú“

Fernandes kemur sínum manni til varnar eftir tvö slæm mistök – ,,Höfum bullandi trú“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Heilt ár síðan stórstjarnan skoraði mark í keppnisleik

Heilt ár síðan stórstjarnan skoraði mark í keppnisleik
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Segir að Arsenal hafi sýnt Ronaldo áhuga – ,,Hann vildi aldrei semja við þá“

Segir að Arsenal hafi sýnt Ronaldo áhuga – ,,Hann vildi aldrei semja við þá“