fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Sport

Gylfi verður áfram hjá Swansea: Jón Daði keyptur til Wolves

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 2. ágúst 2016 12:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Daði er kominn til Wolves.
Úlfarnir Jón Daði er kominn til Wolves.

Mynd: Heimasíða Wolves

Gylfi Þór Sigurðsson hefur skrifað undir nýjan fjögurra ára samning við Swansea í ensku úrvalsdeildinni. Swansea tilkynnti þetta á heimasíðu sinni nú í hádeginu.

Gylfi, sem lék vel með íslenska landsliðinu á Evrópumótinu í sumar, hefur verið algjör lykilmaður hjá Swansea, en hann gekk í raðir félagsins frá Tottenham sumarið 2014. Síðan þá hefur hann leikið 88 leiki með liðinu og skorað 27 mörk, þar af 18 í úrvalsdeildinni. Gylfi lék sem lánsmaður hjá Swansea fyrri hluta árs 2012 og skoraði þá 7 mörk í 18 leikjum í úrvalsdeildinni.

Þá tilkynnti Wolves, sem leikur í Championship-deildinni á Englandi, að félagið hefði klófest Jón Daða Böðvarsson frá Kaiserslautern í Þýskalandi. Jón Daði átti, líkt og fleiri leikmenn íslenska landsliðsins, gott Evrópumót og skoraði hann til dæmis mikilvægt mark í sigrinum á Austurríki. Talið er að Wolves borgi þýska félaginu 2,7 milljónir punda fyrir leikmanninn.

„Þetta er félag með mikinn metnað, magnaða sögu og góða aðstöðu,“ segir Jón Daði í viðtali á heimasíðu Wolves, en QPR sýndi honum einnig áhuga.

Sannarlega góðar fréttir af íslensku landsliðsmönnunum eftir frábæra frammistöðu liðsins á EM í sumar. Hér að neðan má sjá viðtal við Gylfa sem birtist á heimasíðu Swansea og svipmyndir af mörkum hans fyrir félagið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Einst besta markvarsla sem fólk hefur séð – Fastur í netinu en varði á ótrúlegan hátt

Einst besta markvarsla sem fólk hefur séð – Fastur í netinu en varði á ótrúlegan hátt
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Dagur Ingi Hammer samningslaus og skoðar sín mál

Dagur Ingi Hammer samningslaus og skoðar sín mál
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Atli Hrafn farinn frá HK

Atli Hrafn farinn frá HK
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tjáir sig í fyrsta sinn um hegðun leikmanna Real: Létu ekki sjá sig á hátíðinni – ,,Hefði líklega ekki gert það sama“

Tjáir sig í fyrsta sinn um hegðun leikmanna Real: Létu ekki sjá sig á hátíðinni – ,,Hefði líklega ekki gert það sama“
433Sport
Í gær

Tveir reknir en Gerrard fær óvænt að halda starfinu

Tveir reknir en Gerrard fær óvænt að halda starfinu
433Sport
Í gær

Mourinho fór á kostum í nýrri auglýsingu – Vanur dýrum glansandi hlutum

Mourinho fór á kostum í nýrri auglýsingu – Vanur dýrum glansandi hlutum