Bandaríska körfuboltaliðið Cleveland Cavaliers tryggði sér meistaratitililinn í úrslitakeppni NBA í nótt eftir að hafa lent undir 3-1 í einvígi á móti Golden State Warriors.
Lokatölurnar urðu 93-89. Stjarna liðsins, LeBron James, sem sneri aftur til Ohio fyrri tveimur árum í þeirri von að hann gæti aðstoðað liðið að siga NBA, skoraði 27 stig, átti 11 stoðsendingar og tók 11 fráköst.
Þetta var sjötta úrslitakeppnin í röð sem LeBron spilaði en hann vann til tveggja meistaratitla með Miami Heat.
Warriors sigruðu Cavaliers í úrslitunum á síðasta ári. Því má segja að liðinu hafi tekist að hefna sín í nótt.
Tveir tapleikir í röð á heimavelli gerðu titilvonir Warriors í ár. Draymond Green skoraði 32 stig fyrir Warriors í nótt. Hann tók 15 fráköst og átti 9 stoðsendingar. Óvenjulítið kvað að Stephen Curry sem skoraði 17 stig, tók 5 fráköst og átti 2 stoðsendingar.