fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Sport

Golden State jafnaði met Chicago Bulls

Stephen Curry setti niður 37 stig

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 11. apríl 2016 07:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Golden State Warriors jafnaði í nótt 20 ára gamalt met sem Michael Jordan og félagar í Chicago Bulls settu yfir flesta sigurleiki á einu tímabili í NBA-deildarkeppninni. Lið Golden State gerði sér lítið fyrir og lagði San Antonio Spurs á útivelli, 92-86, og getur liðið slegið met Bulls á miðvikudagskvöld þegar liðið mætir Memphis Grizzlies á heimavelli í síðasta leik deildarkeppninnar.

Fyrir leikinn í gærkvöldi hafði San Antonio ekki tapað á heimavelli í 39 leikjum í röð. Þá hafði Goden State-liðið ekki unnið á heimavelli San Antonio síðan árið 1997. Með sigrinum varð liðið einnig það fyrsta í sögu NBA-deildakeppninnar til að tapa ekki fleiri en einum leik í röð í deildinni. Það er að segja, eftir tapleik hefur ávallt komið sigurleikur hjá Golden State og hefur engu liði í sögu NBA tekist þetta.

Stephen Curry að vanda algjör lykilmaður hjá Golden State, en hann skoraði 37 stig í leiknum í nótt, þar af 15 stig í þriðja leikhluta. Hjá Spurs var Kawhi Leonard stigahæstur með 20 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Kolbrjálaðir Blikar gómaðir heima hjá Gylfa að mála grindverkið grænt

Kolbrjálaðir Blikar gómaðir heima hjá Gylfa að mála grindverkið grænt
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Áherslur dómara á Íslandsmótinu í sumar –  „Dómurum ber að áminna fyrir slíka hegðun“

Áherslur dómara á Íslandsmótinu í sumar –  „Dómurum ber að áminna fyrir slíka hegðun“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Taldar ágætis líkur á því að United reyni að fá De Gea í sumar

Taldar ágætis líkur á því að United reyni að fá De Gea í sumar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Skoða það að reka Nistelrooy og eru með mann á blaði

Skoða það að reka Nistelrooy og eru með mann á blaði