fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Sport

Vissir þú þetta um Curry?

Besti leikmaður heims í dag heitir ekki Stephen, heldur Wardell – Spilar fyrir guð og giftist æskuástinni

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 6. mars 2016 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiginnafnið

Steph Curry heitir fullu nafni Wardell Stephen Curry II. Hann er nefndur í höfuðið á föður sínum, fyrrverandi NBA-leikmanninum „Dell“ Curry. Hann var lengi vel kallaður Wardell og er enn kallaður því nafni af gömlum vinum.

Skólastyrkur

Þrátt fyrir hæfileika sína bauðst Curry ekki skólastyrkur frá neinum af stóru skólunum. Hann fékk tilboð frá nokkrum smærri skólum, svo sem Davidson, sem varð fyrir valinu, VCU og Winthrop.

Fyrstur í þúsund

Curry er sá leikmaður í sögu NBA-deildarinnar sem fyrstur hefur rofið þúsund stiga múrinn. Það gerði hann í leik númer 369, í janúar í fyrra. Fyrra met átti Dennis Scott, sem náði áfanganum í leik númer 457.

Kvæntist æskuástinni

Curry er kvæntur æskuástinni, Ayesha Alexander. Þau byrjuðu saman þegar Curry var 14 ára. Saman eiga þau tvö börn, fædd 2012 og 2015, og búa í Orinda í Kaliforníu.

Spilar fyrir guð

Curry er mjög trúaður og ber sér á brjóst vegna þess að guð býr honum í brjósti. Hann segist spila fyrir guð. Á skónum hans, Curry One, kemur stundum fyrir áletrunin „4:13“. Það er tilvísun í eftirlætisvers hans í Biblíunni. „Allt megna ég fyrir hjálp hans sem mig styrkan gerir.“ Við þetta má bæta að hann hitti konuna sína fyrst í kirkju.

Metin falla

Curry hefur þegar slegið eigið met yfir fjölda þriggja stiga karfa á einu keppnistímabili. Það hefur hann gert þrátt fyrir að tveir mánuðir séu enn eftir af tímabilinu. Fleiri met hafa fallið. Curry hefur skorað þriggja stiga körfu í hverjum leik í 129 leikjum í röð (þegar þetta er skrifað). Það hefur enginn annar afrekað.

Sandra Robers

Curry var eitt sinn í viðtali spurður að því hvaða kvikmyndastjörnu hann væri hrifnastur af. Hann svaraði því til að það væri Sandra Roberts, og átti við sambland af Söndru Bullock og Juliu Roberts. Þær eru hvor um sig nógu gamlar til að vera mæður hans.

Syngi Gangam

Í viðtalinu var hann spurður um tvennt sem tengdist tónlist. Hann sagðist, spurður hvaða lag hann myndi taka í karókí, syngja Gangam Style. Þá var hann spurður hvaða lag í sarpinum hann skammaðist sín fyrir að hlusta á. Svarið var „Hvað sem er með Taylor Swift“.

Leggur sig í tvo tíma fyrir leik

Á leikdegi fær Curry sér yfirleitt pasta að borða. Hann hlustar á House Mafia og Lacrae auk þess að leggja sig í einn og hálfan eða tvo tíma. Ekki liggur fyrir hvort honum takist það ennþá, með tvö ung börn á heimilinu.

Tróð sem nýliði

Curry er 191 sentímetri á hæð. Í sókninni eru skotin helsti styrkleikinn og hann treður þess vegna sjaldan. Hann framkvæmdi sína fyrstu troðslu í leik þegar hann var 18 ára nýliði og lék með Davidson í háskólaboltanum, samkvæmt svari við spurningu frá aðdáanda á Twitter.

Skallaði loftið

Skyttan er alla jafna nokkuð róleg. Systir hans greindi þó frá því að einu sinni, þegar hann var í framhaldsskóla, hafi hann og liðsfélagar hans verið að reyna að koma sér í gírinn fyrir leik. Þeir hoppuðu saman í klefanum og létu öllum illum látum. Ekki vildi betur til en svo að Steph skallaði loftið og fékk myndarlegan skurð. Hann var saumaður fyrir leikinn.

Hefur ekkert breyst

Systir hans ber líka að bróðir hennar sé afar hjartahlýr. Hann hafi ekkert breyst að því leytinu til frá því hann var sex ára. Hann leggi hart að sér til að ná markmiðum sínum og sé þess vegna vel að velgengni sinni kominn. „Ef ég hringi í hann á FaceTime og hann svarar ekki, þá hringir hann alltaf til baka. Frægðin hefur engan veginn stigið honum til höfuðs.“

Hnerrar sem pirra

Það sem fer mest í taugarnar á Curry, í fari annarra, er þegar fólk hnerrar án þess að halda fyrir vitin.

Mikill sælgætisgrís

Curry er sælgætisgrís sem veit fátt betra en hlaup sem kallast Maynards. Maynard var áður breskt-kanadískt fyrirtæki en var selt til Cadbury’s. Nú er Maynards vörumerki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Norska undrabarnið ætlar ekki að færa sig nema að honum verði lofaður spiltími

Norska undrabarnið ætlar ekki að færa sig nema að honum verði lofaður spiltími
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Dregið í umspilið í dag – Mikið undir fyrir íslenska landsliðið

Dregið í umspilið í dag – Mikið undir fyrir íslenska landsliðið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Romano uppljóstrar því hvaða stöðu Amorim vill kaupa í fyrst

Romano uppljóstrar því hvaða stöðu Amorim vill kaupa í fyrst
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fékk á sig fúkyrðaflaum fyrir klæðnað í jarðarför Liam Payne – Sagan er hins vegar falleg og hreyfir við fólki

Fékk á sig fúkyrðaflaum fyrir klæðnað í jarðarför Liam Payne – Sagan er hins vegar falleg og hreyfir við fólki
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hefur áhyggjur af Sancho hjá Chelsea og færir rök fyrir máli sínu

Hefur áhyggjur af Sancho hjá Chelsea og færir rök fyrir máli sínu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þrjú félög gætu farið í breytingar og Nistelrooy ætlar að reyna að fá starf

Þrjú félög gætu farið í breytingar og Nistelrooy ætlar að reyna að fá starf
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ásgeir Frank fær mikla ábyrgð í Grafarvogi

Ásgeir Frank fær mikla ábyrgð í Grafarvogi