fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Sport

Hörður um ákvörðun Heimis: „Þetta val er út í bláinn“

Finnst valið á sóknarmanni Molde senda röng skilaboð til annarra leikmanna

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 5. október 2016 10:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Magnússon, íþróttafréttamaður og umsjónarmaður Pepsi markanna á Stöð 2 sport, segist á Facebook ekki skilja hvernig hægt sé að réttlæta val Heimis Hallgrímssonar á sóknarmanninum Birni Bergmann Sigurðarsyni.

Hörður bendir á að Björn hafi ítrekað hunsað fyrri landsliðsþjálfara og hafi ekki látið ná í sig. „Nú kemur hann upp á yfirborðið og er tekinn framyfir leikmenn sem hafa alltaf verið tilbúnir að spila fyrir landsliðið,“ segir Hörður, sem lék níu landsleiki á árunum 1990 til 1993.

Hann er þeirrar skoðunar að með valinu sé verið að senda röng skilaboð til leikmanna, „burtséð frá persónum og leikendum.“ Aðspurður nefnir hann að leikmenn á borð við Kjartan Henry Finnbogason og Matthías Vilhjálmsson hefðu getað fengið kallið. Matthías Vilhjálmsson sé til að mynda mikilvægur hlekkur í langbesta liði Noregs.

Honum finnst fordæmið hættulegt. „Þetta val er út í bláinn. Þú þarft að gera meira – fyrir utan glórulausa framkomu þar á undan.“

Kolbeinn Sigþórsson er fjarri góðu gamni vegna meiðsla. Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari segir í leikskrá KSÍ að Björn Bergmann hafi líka eiginleika og Kolbeinn. Hann sé sterkur í loftinu og mjög líkamlega sterkur. „Hann er kannski sá framherji sem svipar helst til Kolbeins. Þannig að hans eiginleikar geta komið til með að nýtast okkur í þessum verkefnum þegar Kolbeinn er ekki með,“ segir landsliðsþjálfarinn um valið.

Þess má geta að Björn Bergmann hefur leikið vel með Molde að undanförnu. Hann hefur skorað fjögur mörk í sjö leikjum undir stjórn Ole Gunnar Solskjær þjálfara.

Ísland mætir Finnlandi í undankeppni HM á Laugardalsvelli á morgun. Liðið mætir svo Tyrkjum hér heima á sunnudag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ange heimtar virðingu frá sparkspekingum

Ange heimtar virðingu frá sparkspekingum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

England: United fékk skell á Old Trafford – Chelsea mistókst að skora

England: United fékk skell á Old Trafford – Chelsea mistókst að skora
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Tjáir sig um slagsmál sem fáir hafa heyrt um: Var aðeins tímaspursmál – ,,Vorum að fá okkur í glas og hann endaði kvöldið með glóðarauga“

Tjáir sig um slagsmál sem fáir hafa heyrt um: Var aðeins tímaspursmál – ,,Vorum að fá okkur í glas og hann endaði kvöldið með glóðarauga“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Eigendur Manchester United gefa grænt ljós á brottför

Eigendur Manchester United gefa grænt ljós á brottför
433Sport
Í gær

Fékk mikið skítkast í dag en svaraði fyrir sig eftir tapið – Sjáðu myndina

Fékk mikið skítkast í dag en svaraði fyrir sig eftir tapið – Sjáðu myndina
433Sport
Í gær

Sér alls ekki eftir því að hafa yfirgefið Manchester United – ,,Kom inn í lið sem var í vandræðum“

Sér alls ekki eftir því að hafa yfirgefið Manchester United – ,,Kom inn í lið sem var í vandræðum“