fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Sport

Fjórir blindir hlupu hraðar en ófatlaðir

Ótrúlegur árangur á Ólympíuleikum fatlaðra í Ríó

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 13. september 2016 20:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á sunnudag hljóp Alsíringurinn Fouad Baka 1.500 metra á 3:49,59 mínútum. Hlaupið fór fram á Ólympíuleikum fatlaðra í Ríó, nánar tiltekið á Maracana Stadium. Það er góður tími, raunar svo góður tími að ef hann hefði hlaupið á sama tíma á sama velli í ágúst, hefið hefði hann unnið Bandaríkjamanninn Matthew Centrowitz Jr., sjálfan gullverðlaunahafann á Ólympíuleikunum. Sá hljóp á þremur mínútum og fimmtíu sekúndum sléttum.

Því miður var Baku ekki þátttakandi á ólympíuleikunum í ágúst. Hann er þátttakandi á Ólympíuleikum fatlaðra og varð þess vegna að gera sér fjórða sætið að góðu. Þrír fatlaðir hlauparar hlupu hraðar en hann. Frá þessu greinir Huffington Post.

Matthew Centrowitz hljóp á þremur mínútum og fimmtíu sekúndum í Ríó í ágúst. Það nægði til sigurs.
Ólympíumeistari Matthew Centrowitz hljóp á þremur mínútum og fimmtíu sekúndum í Ríó í ágúst. Það nægði til sigurs.

Mynd: EPA

Baku komst ekki á pall, þó hann hafi hlaupið á betri tíma en ólympíuhafinn á leikum ófatlaðra á dögunum. Baku er blindur og hlaupararnir fjórir, sem hefðu ýtt öllum verðlaunahöfunum á Ólympíuleikunum af palli, eru allir blindir. Þeir keppa í flokknum T12/13.

Gullið tók Abdellatif Baka, bróðir Fouad Baka. Hann hljóp á tímanum 3:48,29 mínútum.
Silfrið hreppti Tamiru Demisse frá Eþíópíu, sem hljóp á 3:48,59 mínútum.
Bronsið fékk Henry Kirwa frá Keníu, en hann hljóp á tímanum 3:49:59 mínútum.

„Það var ekki auðvelt að landa þessu gulli,“ sagði Abdellatif eftir hlaupið. „Ég er búinn að æfa linnulaust í eitt eða tvö ár. Þetta var mjög erfitt.“

Því skal til haga haldið að úrslitahlaupið í ágúst var í hægara lagi. Þannig hljóp gullverðlaunahafinnk, Metthew Centrowitz Jr., ellefu sekúndum hraðar bæði í fyrstu umferð og undanúrslitum. Árangur blindu hlauparanna er þrátt fyrir það stórmerkilegur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Trent með svakalegt tilboð á borðinu

Trent með svakalegt tilboð á borðinu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hefur verið hjá félaginu í níu ár en spilaði sinn fyrsta leik í gær

Hefur verið hjá félaginu í níu ár en spilaði sinn fyrsta leik í gær
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Arteta staðfestir meiðslin: ,,Virkilega slæmar fréttir“

Arteta staðfestir meiðslin: ,,Virkilega slæmar fréttir“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Amorim segist geta fengið inn leikmenn í glugganum

Amorim segist geta fengið inn leikmenn í glugganum
433Sport
Í gær

ÍR skoraði sex gegn Víkingum

ÍR skoraði sex gegn Víkingum
433Sport
Í gær

Salah bjóst ekki við þessum árangri í vetur – ,,Vissi ekki að hann væri svona góður“

Salah bjóst ekki við þessum árangri í vetur – ,,Vissi ekki að hann væri svona góður“
433Sport
Í gær

Enginn kemst nálægt Salah í launum

Enginn kemst nálægt Salah í launum
433Sport
Í gær

England: Chelsea án sigurs í fjórum leikjum – City valtaði yfir West Ham

England: Chelsea án sigurs í fjórum leikjum – City valtaði yfir West Ham