Sjáðu þegar kappinn fór í gegnum læknisskoðun
Eiður Smári Guðjohnsen, fyrrverandi leikmaður Fulham, er ekki spar á hrósið í garð Ragnars Sigurðssonar sem skrifaði í dag undir samning við Fulham á Englandi.
Eiður segir á Twitter-síðu sinni að Fulham hafi verið að klófesta „skrímsli“ og bætir við að þessi þrítugi varnarmaður hafi verið besti leikmaður Íslands á Evrópumótinu í Frakklandi í sumar.
Fulham staðfesti á vef sínum í dag að Ragnar hefði skrifað undir tveggja ára samning við félagið með möguleika á tólf mánaða framlenginu. Ragnar kemur frá rússneska liðinu Krasnodar sem hann hefur leikið með frá árinu 2014. Kaupverð er ekki gefið upp.
Hér að neðan má sjá myndskeið af því þegar Ragnar fór í gegnum læknisskoðun hjá Fulham.
WATCH: Ragnar Sigurdsson is put through his paces at his #ffc medical pic.twitter.com/gaIpx4KEGY
— Fulham Football Club (@FulhamFC) August 23, 2016
Congrats @FulhamFC you have just signed " a beast" of a player in @sykurinn!!! #icelandsbestplayerofEuro2016
— Eidur Gudjohnsen (@Eidur22Official) August 23, 2016