Eiður Smári Guðjonhsen tilkynnti í morgun að hann væri hættur að leika með norska liðinu Molde. Eiður Smári, sem er 37 ára gamall, gerði fyrr á þessu ári tveggja ára samning við norska liðið en hefur nú komist að samkomulagi við Molde að hætta.
Á Twitter- síðu sinni segir Eiður Smári að hann hafi átt samtal við Ole Gunnar Solskjær þjálfara Molde og þeir hafi rætt framtíðina, stöðu liðsins og komist að þeirri niðurstöðu að stíga til hliðar. Hann segir ennfremur ekkert ákveðið hvort hann sé hættur alfarið í knattspyrnu.
Ljóst er að ferli Eiðs Smára fer senn að ljúkja en 433.is segir að nokkur félög hafi gert honum tilboð.