Guðmundur Benediktsson sjónvarpsmaður
Guðmundur Benediktsson
766 þúsund. kr. á mánuði
Guðmundur Benediktsson, Gummi Ben, hefur svo sannarlega slegið í gegn á EM 2016. Lýsingar hans af leikjum Íslands hafa eins og alþjóð veit ratað í marga vinsælustu spjallþætti heims og farið eins og eldur í sinu um netheima. Gummi er starfsmaður íþróttadeildar 365 en var „lánaður“ yfir til Sjónvarps Símans fyrir Evrópumótið í Frakklandi. Hann var með um 766 þúsund krónur á mánuði í fyrra og flestir Íslendingar eru væntanlega sammála um að hann hafi skilað sínu. Sjónvarpsmaðurinn hlýtur að eiga von á frammistöðutengdum bónus fyrir sigurför sína um Frakkland og því verður fróðlegt að sjá hvað gamli KR-ingurinn verður með í tekjur í launablaði DV eftir ár.