Þau undur og stórmerki gerðist nú í kvöld að Leicester City varð Englandsmeistari í knattspyrnu í fyrsta sinn. Liðið hefur verið á ótrúlegri siglingu allt tímabilið. Leicester gat tryggt sér meistaratitilinn um síðustu helgi á Old Traford en liðið gerði jafntefli 1-1 við heimamenn í Manchester United. Eina liðið sem gat náð Leicester að stigum var Tottenham en þeir gerðu í kvöld jafntefli við Chelsea og eiga því ekki lengur möguleika á titlinum. Liðið varð því meistari í sófanum.
Engan óraði fyrir því í upphafi leiktíðar Leicester City myndi enda í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Liðið spilar skemmtilegan 4-4-2 fótbolta undir stjórn Ítalans Claudio Ranieri, stjóra sem knattspyrnuheimurinn var nánast búinn að afskrifa.
Það er athyglisverð staðreynd að byrjunarlið Leicester kostaði aðeins 23,4 milljónir punda í innkaupum en sjö af byrjunarliðsleikmönnunum 11 í liði Manchester City, kostuðu meira svo dæmi sé tekið.
Sigur fótboltans segja margir. Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun um helstu leikmenn liðsins og hvað þeir kostuðu, en Hjörvar Hafliðason tók saman.
29 ára markvörður
Kaupverð: £1,25m
Hefur alltaf staðið í skugganum á föður sínum Peter sem er líklega besti markvörður sögunnar. Keyptur frá Leeds 2011. Einn besti spyrnumaðurinn í boltanum og stjórnar vörn sinni eins og herforingi. Er lágvaxinn af markverði að vera (185 cm) og helst til of þungur að margra mati.
29 ára hægri bakvörður
Kaupverð: £2m
Var fenginn frá QPR þar sem hann komst ekki í liðið og var sífellt til vandræða utan vallar. Sparkaði Richie DeLaet úr liðinu og hefur blómstrað í vetur.
32 ára miðvörður
Kaupverð: £1m
Fyrirliði og algjör leiðtogi liðsins. Fæddur í Nottingham og spilaði með Forest í tíu ár – tæplega 400 leiki. Var keyptur 2012 og hefur verið mjög áreiðanlegur í vörninni. Missir nánast aldrei úr leik vegna meiðsla.
31 árs miðvörður
Kaupverð: £3m
„Berlínarmúrinn“ hefur heldur betur slegið í gegn í hjarta varnar Leicester. Huth, sem fæddist í Austur-Þýskalandi sem var, er leikmaður sem flestir höfðu afskrifað. Stoke-menn hálfpartinn hentu honum frá sér og upp í hendurnar á Leicester.
30 ára vinstri bakvörður
Kaupverð: Frítt
Grínarinn í liðinu. Austurríkismaðurinn heldur uppi fjörinu í klefanum. Gekk til liðs við Leicester frá Schalke eftir að hafa varið átta árum í þýsku úrvalsdeildinni. Með góðan vinstri fót.
—
25 ára vængmaður
Kaupverð: £1,88m
Töframaðurinn í liði Leicester. Var óvinsæll á meðal stuðningsmanna Le Havre í frönsku B-deildinni. Refirnir gátu þess vegna keypt Alsíringinn. Þetta er þriðja leiktíð kappans hjá Leicester og nú hefur hann svo sannarlega sprungið út. Líklega besti leikmaður tímabilsins í deildinni.
25 ára miðjumaður
Kaupverð: £5,6m
Bestu kaup leiktíðarinnar, án efa. Kante hefur verið einn besti leikmaður liðsins í vetur. Leikmaður með ótrúlega hlaupagetu og hefur verið liðinu ómetanlegur í hlutverki djúps miðjumanns. Gat valið á milli þess að leika með landsliði Malí eða Frakklands. Hann valdi að spila með Frökkum og verður líklega í leikmannahópi þeirra á heimavelli á EM.
26 ára miðjumaður
Kaupverð: £675K
Englendingur sem valinn var í landsliðið í síðasta mánuði og hefur átt góða leiktíð með liðinu. Gefur góðar, langar sendingar og vinnur mikla vinnu fyrir liðið.
26 ára vængmaður
Kaupverð: Frítt
Kantmaðurinn sem þótti ekki nógu góður fyrir Aston Villa hefur verið góður á hægri væng liðsins. Hefur aðeins skorað eitt mark á leiktíðinni og Refirnir þurfa framlag frá honum á lokasprettinum.
30 ára framherji
Kaupverð: £7m
Japaninn er sívinnandi í framlínu Leicester og berst um hvern einasta bolta. Hefur skorað fimm mörk, sem er ekki mikið af framherja, en hlutverk hans í liðinu er svo miklu meira en að skora mörk. Í eðlilegum leik spilar hann bara 60 mínútur, eða þar til Ulloa kemur inn á.
29 ára framherji
Kaupverð: £1m
„Talaðu illa um mig og þú færð það í bakið [e. Chat shit – Get banged] eru einkunnarorð Jamie Vardy. Ótrúleg leiktíð hjá enska landsliðsmanninum sem setti met í ensku úrvalsdeildinni þegar hann skoraði í ellefu leikjum í röð. Lék í utandeildinni þar til hann var orðinn 25 ára gamall.