fbpx
Sunnudagur 12.janúar 2025
Sport

„Það lyfti mér svo hátt upp að ég get varla lýst því“

Rakel Dögg Bragadóttir sneri aftur á handboltavöllinn eftir langt hlé vegna höfuðhöggs

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 21. febrúar 2016 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ákvörðunin um að hætta í handbolta var ekki Rakelar Daggar Bragadóttur á sínum tíma. Hún var 27 ára, á toppi ferilsins, þegar hún fékk höfuðhögg á landsliðsæfingu og varð að leggja skóna á hilluna. Minnug þess að þetta var ekki hennar ákvörðun ákvað hún, tveimur árum seinna, að stíga aftur inn á völlinn og sjá hvort hún hefði handboltann ekki enn í sér. Og hvort hún gerði. Hún sagði eiginlega engum frá því, en tilfinningin var góð þótt hún fari varlega í allar stóryrtar yfirlýsingar. Rakel Dögg settist niður með Ástu Sigrúnu Magnúsdóttur og ræddi ferilinn, aukaæfingarnar og boltann sem rataði ekki rétta leið og breytti öllu.


Hér á eftir fer stutt brot úr viðtalinu

Enn ein lægðin gengur yfir landið, en á kaffihúsi í Þingholtunum er notalegt skjól, gott kaffi og við setjumst niður til að ræða endurkomu Rakelar Daggar á handboltavöllinn, sem er samt eiginlega ekki endurkoma ef hún fær að ráða hvernig talað er um það. Meira um það síðar, en Rakel Dögg hefur verið einn sterkasti og eftirminnilegasti leikmaður íslenska handboltans um árabil. Hún hefur spilað með Stjörnunni, verið fyrirliði landsliðsins og fór út í atvinnumennsku þegar hún var 22 ára gömul. Þá hefur hún þjálfað á flestum stigum handboltans og rekur handboltaakademíu fyrir áhugasöm ungmenni.

Mynd: Þormar Vignir Gunnarsson

Skórnir settir á hilluna

„Þá tók ég bara þessa ákvörðun, að leggja skóna á hilluna. Það var fyrst og fremst fyrir mig. Til þess að ég væri ekki að setja pressu á sjálfa mig um að vera jafnvel tilbúin á næsta tímabili. Óvissan var svo mikil. Ég hef farið í gegnum meiðsli áður og veit að ef maður er með einhverja dagsetningu um endurkomu sem ekki stenst þá fer maður svo langt niður. Mér fannst þetta vera alvarlegt, þetta var auðvitað höfuðið á mér. Þau gátu ekki sagt mér hvenær ég yrði klár og þá vissi ég hvað ég varð að gera. Ég tók þessa ákvörðun fyrst og fremst fyrir sjálfa mig en líka fyrir liðið. Ég vildi ekki að þau væru að bíða eftir mér. Með þessu fór öll pressa af mér,“ segir hún og var sátt við þessa ákvörðun þótt hún hafi aðeins verið 27 ára og talið sig eiga nóg eftir andlega og líkamlega í handboltanum. „Það blundaði auðvitað alltaf í mér að kannski gæti ég prófað að mæta aftur einhvern daginn. En það yrði þá á mínum eigin forsendum, ef ég treysti mér til þess. Ekki vegna þess að mér fyndist ég þurfa að gera það fyrir einhvern annan.“

Lifir lífinu

Rakel Dögg finnur enn fyrir höfuðverkjum sem rekja má beint til þessa áverka. Það hefur þó dregið mikið úr þeim. „Þegar ég horfi til baka átta ég mig betur á því hvað þetta var alvarlegt. Ég fór ótrúlega langt niður, það var stuttur í mér þráðurinn og það var örugglega erfitt að búa með mér. Mér fannst ég vera hálfgerður aumingi, sem ég var náttúrlega ekki. En ég var vön því að æfa, átta til níu sinnum í viku, og keppa stöðugt og gat ekkert gert. 
Ég er öll önnur í dag. Ég fæ annað slagið höfuðverki ef ég er undir of miklu álagi, áreiti eða átökum. Einkennin eru mun vægari og ganga yfir á styttri tíma en þau gerðu. Fyrir tveimur árum batt þetta mig við rúmið. Í dag get ég farið í vinnuna og lifað lífinu. En það er ótrúlegt að hugsa um það hvað þetta hafði mikil áhrif á líf mitt og hversu lengi,“ segir hún. 


Lyfti henni

Það eru liðin rúm tvö ár frá höfuðhögginu og framfarirnar hafa verið sérstaklega miklar eftir að hún eignaðist son sinn síðastliðið haust.

Hægt og rólega fór hún að byrja að æfa aftur í vetur. „Ég byrjaði að æfa hjá Ása, einkaþjálfara í World Class, og það gekk svo vel. Það lyfti mér svo hátt upp að ég get varla lýst því. Það var svo gaman, sérstaklega fyrstu æfingarnar þegar að ég fann að ég gat gert eitthvað og svo byrjaði ég að bæta mig,“ segir hún og lyftist öll upp. Þetta skipti öllu máli og var stór sigur eftir allt sem á undan hafði gengið fyrir atorkusama íþróttakonu.

Rakel spilaði sinn fyrsta leik á föstudaginn fyrir viku. Margt hafði breyst á þessum tíma og forgangsröðunin var önnur – eins og sást þegar hún mætti aðeins of seint í upphitun fyrir leikinn vegna þess að hún var að gefa drengnum sínum að drekka.
Mætt aftur Rakel spilaði sinn fyrsta leik á föstudaginn fyrir viku. Margt hafði breyst á þessum tíma og forgangsröðunin var önnur – eins og sást þegar hún mætti aðeins of seint í upphitun fyrir leikinn vegna þess að hún var að gefa drengnum sínum að drekka.

Mynd: Rakel Dögg Bragadóttir

Endurkoma, en samt ekki

Rakel Dögg mætti aftur á handboltavöllinn í síðustu viku. Hún talar varlega um allar hugmyndir um stórar endurkomur. Þetta er bara fyrsta skrefið af mörgum og hún ætlar að sjá til. Rakel Dögg hafði mætt á nokkrar æfingar frá því í janúar og þegar einn leikmaður gat ekki verið með á föstudaginn fyrir viku tók hún slaginn. Það kom því mörgum á óvart að sjá hana á leikskýrslu. „Foreldrar mínir vissu það bara korter í leik,“ segir hún og hlær. En hún spilaði og það var góð tilfinning. Stjörnuliðið, hennar uppeldislið, hefur átt góða spretti en gæti gert betur og Rakel Dögg vill vera þeim innan handar ef hún getur þótt hún sé ekki yfirlýsingaglöð.

„Ég er langt frá því að vera í mínu besta standi, en ég er að gera þetta á mínum forsendum, mig langar að þetta verði skemmtilegt og ég vil þess vegna alls ekki vera með stórar yfirlýsingar,“ segir hún. „Mér fannst ég skulda sjálfri mér það að prófa. Það var erfitt og leiðinlegt að hætta á sínum tíma, enda var það ekki á mínum forsendum. Ég vildi prófa, mætti á æfingar og það gekk vel,“ segir hún. „Nú prófa ég mig bara áfram,“ segir hún. „Það er kannski skrítið en ég finn það núna, að ég er í raun hræddari um hnén á mér og líkamann en höfuðið. Það tekur á að meiðast á alla vegu.“

Við ákváðum að slá til, stofna Handknattleiksakademíu Íslands, segir Rakel Dögg.
Stofnaði akademíu Við ákváðum að slá til, stofna Handknattleiksakademíu Íslands, segir Rakel Dögg.

Mynd: Þormar Vignir Gunnarsson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Zirkzee búinn að taka ákvörðun

Zirkzee búinn að taka ákvörðun
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Einn sá besti ætlar að kaupa lið í næst efstu deild

Einn sá besti ætlar að kaupa lið í næst efstu deild
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hrafnkell spyr: „Eru þetta bara aular?“

Hrafnkell spyr: „Eru þetta bara aular?“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Stórtíðindi frá Ítalíu – Orðaður við Liverpool en fer annað

Stórtíðindi frá Ítalíu – Orðaður við Liverpool en fer annað
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Akureyringar baunuðu á Hrafnkel í einkaskilaboðum – „Hvað ertu að segja?“

Akureyringar baunuðu á Hrafnkel í einkaskilaboðum – „Hvað ertu að segja?“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Everton staðfestir komu Moyes

Everton staðfestir komu Moyes
433Sport
Í gær

City að kaupa 20 ára strák á 50 milljónir

City að kaupa 20 ára strák á 50 milljónir
433Sport
Í gær

Verðmiðinn gæti stöðvað Manchester City

Verðmiðinn gæti stöðvað Manchester City