Boltanum troðið í körfuna, örtröð gönguskíðamanna, milljarður rís og dansar og hálfgert faðmlag á knattspyrnuvelli.
Ljósmyndarar EPA náðu þessum myndum af íþróttaviðburðum helgarinnar, en af nógu var að taka.
Hvar er Valli? Hér má sjá skíðafólk leggja af stað á gönguskíðamóti í Rússlandi, í Khimki rétt fyrir utan Moskvu. Mótið, sem haldið var um nýliðna helgi, er afar vinsælt, en þúsundir tóku þátt í því, eins og sést á meðfylgjandi mynd. Myndin minnir á leitarbækurnar um hann Valla.
Mynd: EPA
Sprettharður Norðmaðurinn Thomas-Henrik Softeland sést hér á fullri ferð í fimm kílómetra skíðahlaupi á móti í Kolomna í Rússlandi.
Mynd: EPA
Dansinn dynur Nemendur á Filippseyjum dansa til að mótmæla og vekja athygli á ofbeldi sem beinist að konum og stúlkum. Dansað verður um allan heim á næstu dögum, meðal annars í Hörpu, en á verkefninu, Milljarður rís, dansar fólk saman í smá stund til að vekja athygli á þessu samfélagsmeini.
Mynd: EPA
Xxxxxxxxxxxx Dwyane Wade treður hér boltanum í körfuna fyrir Austurlið NBA-deildarinnar í sérstökum stjörnuleik í Toronto í Kanada. Wade spilar annars fyrir Miami Heat en tekur hér þátt í stjörnuleikjahelginni.
Mynd: EPA
Í faðmlögum Þeir tókust á, Neymar, leikmaður Barselóna (t.v.) og Hugo Mallo, í leik á Camp Nou í Barselóna á sunnudag. Hér virðast þeir vera í hálfgerðum faðmlögum, þó að baráttan um boltann sé hörð.
Mynd: EPA