fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025

DV Sjónvarp

DV Tónlist: Elín Sif – 08.02.2019

Söng- og leikkonan Elín Sif prýðir nýjasta innslag DV tónlistar. Margir kannast við Elínu úr heimi kvikmyndanna en hún fór með burðarhlutverk í kvikmyndinni Lof mér að falla sem sló rækilega í gegn á síðasta ári.

Árið 2015 lenti Elín í 3. sæti í Söngvakeppni Sjónvarpsins en síðan þá hefur hún meðal annars unnið Söngkeppni framhaldsskólanna ásamt því að vera í hljómsveitinni Náttsól. Í fyrra gaf tónlistarkonan út lagið Make You Feel Better en lagið fékk mikið lof gagnrýnenda ásamt því að söngkonan sló í gegn á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves.

Sjá öll myndbönd