,,Við fórum á gæs aðeins um helgina og þetta var reytingur hjá okkur,“ sagði Jón Helgi Björnsson á Laxamýri í Aðaldal en veiðimenn eru víða um land á gæsaveiðum þessa dagana og veiðin er víða ágæt.
Það hefur klónað víða og þá kemur gæsinn niður en það eru umhleypingar í veðrinu þessa daga.
Við heyrðum aðeins í veiðimönnum í gær og veiðin hefur víða verið allt í lagi. Fréttum af mönnum á Suðurlandi og þeir fengu um 30 fugla og síðan aðrir sem voru í laxveiði og fengu nokkra fugla á milli þess sem renndu fyrir fisk.
Reynir M. Sigmundsson var á gæs um daginn og fékk þó nokkar, svona gengur veiðiskapurinn. Mikið var af gæs í næsta nágrenni við Kárahnjúkavirkjun, heilu hóparnir á flugi.
Mynd. Kjartan Jónsson með flotta veiði í Aðaldalnum. Mynd Jón Helgi