fbpx
Laugardagur 21.desember 2024

Ótrúlegar lokatölur úr Laxá í Aðaldal

Gunnar Bender
Fimmtudaginn 24. september 2020 09:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veiðin togast áfram þessa dagana. Vatnið hefur aukist en veiðin kannski ekki alveg nóg en veiðimenn eru ennþá að reyna víða um land í kulda og trekki. Í Víðidalnum var tveggja stiga hiti í gær en þá veiddist sá  stóri samt.  Veiðimaðurinn klóki Kristján Jónsson frá Blönduósi veiddi 107 sentimetra í Efri-Kæli.

Lokatölurnar streyma inn þessa dagana. Kíkjum aðeins nánar á þær. Haffjarðará endaði í 1126 löxum sem er frábær veiði á sex stangir. Í Vopnafirðinum fór Hofsá og Sunnudalsá yfir þúsund  laxa eða 1017 laxa. Norðurá endaði í 979 löxum sem er töluvert betra en í fyrra.

Laxá á Ásum endaði í 675 löxum þetta sumarið og Elliðaárnar í 565 löxum. Laxá í Aðaldal, drottningin sjálf, endaði í sorglega lágri tölu, eða 382 löxum. Þetta er tala sem aldrei hefur sést þarna áður.Vonandi sjást aldrei aftur svona tölur þaðan aftur. En svona er þetta bara, tölur eru bara tölur, en þær mega lagast í nokkrum veiðiám, svo um munar.

 

Mynd. Lokatölur eru að streyma inn úr veiðiánum enda veiðinni að ljúka þessa dagana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Laufey skákar Bítlunum

Laufey skákar Bítlunum
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Manchester City án lykilmanns næsta mánuðinn

Manchester City án lykilmanns næsta mánuðinn
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Tjáir sig um heimsfrægan föður sinn sem hugsar aðeins um sjálfan sig – Sjálf byrjuð að vekja athygli: ,,Hann er enginn faðir“

Tjáir sig um heimsfrægan föður sinn sem hugsar aðeins um sjálfan sig – Sjálf byrjuð að vekja athygli: ,,Hann er enginn faðir“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Simeone setur pressu á leikmann Barcelona fyrir stórleik kvöldsins

Simeone setur pressu á leikmann Barcelona fyrir stórleik kvöldsins
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

HM sýnt á Netflix í fyrsta sinn

HM sýnt á Netflix í fyrsta sinn
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið
EyjanFastir pennar
Fyrir 11 klukkutímum

Óttar Guðmundsson skrifar: Jólahugleiðing

Óttar Guðmundsson skrifar: Jólahugleiðing
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Barcelona mun biðja Atletico eða Valencia um hjálp

Barcelona mun biðja Atletico eða Valencia um hjálp