,,Ég var að koma af hreindýraveiðum. Það var áður búið að fresta ferðinni vegna covid og smalamennsku. Allt gekk gekk vel að lokum og ég náði í dýrið,“ sagði Hjörtur Sævar Steinason er við heyrðum í honum nýkominn af heiðum fyrir austan.
,,Þetta gekk vel og ég náði fínni kú við Laugarfell, þetta skot gekk,“ sagði Hjörtur ennfremur.
Alls voru 1263 dýr felld á þessu veiðitímabili sem lauk í fyrradag. Veiddar voru 745 kýr og 518 tarfar. En veiðitíminn er ekki alveg úti á hreindýraveiðum því hægt verður að veiða að nýju 1.nóvember til 20, nóvember. Þá verður heimilt að veiða 48 kýr á svæðum átta og níu, í næsta nágrenni við Hornafjörð.
Mynd. Hjörtur Sævar Steinason með dýrið sem hann felldi.