,,Við skruppum aðeins upp að Grímsá til að skoða stöðuna,“ sagði Jón Þór Júlíusson er við heyrðum aðeins í honum. Árnar eru bara fallegar þessa dagana og ekki mikil klaki á þeim miðað við árstíma. Það er jú að koma jól eftir fáa daga.
Og ekki nema 140 dagar þangað til veiðitíminn byrjar aftur og það er alveg hægt að bíða, margir hnýta flugur til að stytta biðina, margar í hverri viku. Einn og einn setur veiðidótið úti í bíl og nær svo í það aftur og setur uppí hillu, það eru reyndar mjög fáir. En þeir eru sko til svoleiðis veiðimenn. Við nefnum engin nöfn.
Mynd: Fallegt við Laxfossinn í Grímsá í Borgarfirði í fyrradag. Mynd Jón