fbpx
Fimmtudagur 13.febrúar 2025

Stjórn SVFR finnur vísbendingar um viðskipti sem ekki virtust rétt skráð í bókhaldi

Gunnar Bender
Miðvikudaginn 9. desember 2020 14:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við ítarlega skoðun stjórnar Stangaveiðifélags Reykjavíkur, SVFR, á bókhaldi félagsins frá árunum 2016 – 2019 fann stjórnin vísbendingar um viðskipti sem ekki virtust rétt skráð í bókhaldi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu stjórnar SVFR. Stjórnin kallaði til óháða fagmenn, auk þess að leita til trúnaðarmanna félagsins til að yfirfara öll gögn svo málsmeðferð væri hlutlæg og hafin yfir vafa.

Við yfirferðina fundust sterkar vísbendingar um að fyrrverandi framkvæmdastjóri félagsins hafi gerst brotlegur við lög og ákvað stjórnin að kæra málið til lögreglu. Fyrir liggja drög að kærubréfi, sem verða send lögreglu á næstu dögum.

Í frétt Vísis sem fjallar um málið í dag segist Bjarni Júlíusson, fyrrverandi formaður félagins, sjálfur hafa verið fyrri til að kæra málið og segir stjórnina hafa dregið lappirnar. Slíkar fullyrðingar eru alrangar, enda hafði stjórnin frumkvæði að rannsókninni og ber alla ábyrgð á framgangi málsins. Stjórn SVFR tekur alvarlega þá skyldu sína, að standa vörð um hagsmuni félagsins og allar ákvarðanir í þessu máli taka mið af því. Þess vegna er kæruundirbúningur vandaður í alla staði, enda mál af þessu viðkvæm og vandmeðfarin.

Á undanförnum þremur árum hefur stjórn SVFR lagt megináherslu á að tryggja rekstur félagsins. Utanaðkomandi aðstæður – vatnsleysi, aflabrestur, Covid-19 heimsfaraldur og tekjufall – hafa verið félaginu erfiðar, sem þó hefur staðið við sínar skuldbindingar gagnvart samningsaðilum og félagsmönnum.

Við ítarlega tekju- og kostnaðargreiningu fann stjórn vísbendingar um viðskipti sem ekki virtust rétt skráð í bókhaldi félagsins á árunum 2016 til 2019. Í framhaldinu fól stjórnin óháðum endurskoðanda og bókara að yfirfara bókhaldið aftur í tímann og kanna hvort einhverjir gjörningar stönguðust á við lög. Niðurstaða þeirrar rannsóknar staðfesti grun stjórnar, sem upplýsti fulltrúaráð félagsins og óskaði liðsinnis ráðsins við úrlausn.

Trúnaðarmenn í ráðinu fengu málið til úrvinnslu sl. vor og skiluðu stjórn SVFR skýrslu í október. Á fundi í nóvember ákvað stjórnin að vísa málinu til lögreglu og hefur stjórn þegar tilkynnt lögreglu þá fyrirætlan sína. Drög að kærubréfi liggja fyrir og verða send lögreglu þegar yfirferð á öllum efnisatriðum lýkur, væntanlega á næstu dögum segir í yfirlýsingunni.

Mynd. Ari Hermóður Jafetsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri SVFR, á veiðislóðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Segja að reksturinn hafi verið í rúst á Sauðárkróki en Kaupfélagið hafi bjargað málunum – Mikael vissi af aðila sem átti í vandræðum með að fá borgað

Segja að reksturinn hafi verið í rúst á Sauðárkróki en Kaupfélagið hafi bjargað málunum – Mikael vissi af aðila sem átti í vandræðum með að fá borgað
Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

Svikakvendið rýfur þögnina og lýsir lífinu í fangelsinu – „Ég er ekki sama manneskjan og ég var þá“

Svikakvendið rýfur þögnina og lýsir lífinu í fangelsinu – „Ég er ekki sama manneskjan og ég var þá“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Fjölskylda Ástu veiktist á þorrablótinu á Borg – Segir veisluþjónustuna enga ábyrgð taka – „Gaslýsingar hans í garð gestanna halda svo áfram í fjölmiðlum“

Fjölskylda Ástu veiktist á þorrablótinu á Borg – Segir veisluþjónustuna enga ábyrgð taka – „Gaslýsingar hans í garð gestanna halda svo áfram í fjölmiðlum“
Pressan
Fyrir 14 klukkutímum

Svikakrappar nýta sér fjöldamorðið í Örebro

Svikakrappar nýta sér fjöldamorðið í Örebro
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Jón Þröstur var að undirbúa sig fyrir spennandi kafla í lífi sínu þegar hann hvarf skyndilega

Jón Þröstur var að undirbúa sig fyrir spennandi kafla í lífi sínu þegar hann hvarf skyndilega
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Söguleg stund í Helsinki og hringt til Sádi-Arabíu

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Söguleg stund í Helsinki og hringt til Sádi-Arabíu