fbpx
Sunnudagur 16.mars 2025

Frábært að fá að hnýta flugur í skólanum

Gunnar Bender
Fimmtudaginn 5. nóvember 2020 10:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er fátt skemmtilegra en að standa við vatnsbakka, kasta flugu sem maður hefur sjálfur hnýtt og setja í fisk. Þetta segja alla vega krakkarnir í Vogaskóla sem kláruðu nýlega valgrein í fluguhnýtingum.

Krakkarnir sögðu fyrstu tímana ekki hafa verið neitt sérlega skemmtilega enda fátt sem gerðist annað en að vefja tvinna utan um öngul og læra að hnýta einhvern „endahnút“. En eftir þetta byrjaði fjörið. Krakkarnir hnýttu flestir þekktar silungaflugur eftir uppskrift en sumir létu líka sköpunargáfuna bara ráða för eins og sést hér á myndunum (strákarnir sem þekkjast hafa gefið leyfi sitt fyrir myndbirtingu).

Ágúst Tómasson, kennari krakkanna, segir það ekki ókeypis að bjóða upp á svona valgrein í grunnskóla. Það hefði ekki tekist ef Ármenn, stangveiðifélagið í hverfinu, hefðu ekki hlaupið undir bagga með skólanum og lánað þvingur til verksins. Eins hefðu Veiðiflugur á Langholtsvegi styrkt skólann við efniskaup.

Þetta er frábært framtak að bjóða upp á þetta sem Vogaskóla er að gera, fá að hnýta flugur og síðan reyna þær í vötnum eða ám . Flugur sem maður hefur sjálfur hnýtt og fiskurinn tekur.

 

Hérna er nokkrar myndir frá þessari skemmtilegu valgrein.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

England: Frábær sigur Brentford

England: Frábær sigur Brentford
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sofia var ekki eina stelpan sem hinn grunaði átti í sambandi við – Bróðir hennar segir málið opið sár sem fái aldrei úrlausn

Sofia var ekki eina stelpan sem hinn grunaði átti í sambandi við – Bróðir hennar segir málið opið sár sem fái aldrei úrlausn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Tuchel segir að Rashford þurfi að passa sig – Má ekki byrja að gera það sama

Tuchel segir að Rashford þurfi að passa sig – Má ekki byrja að gera það sama
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

„Ég set kartöflur í skál og helli Coca-Cola yfir. Þetta á heimsmeistaratitil skilinn“

„Ég set kartöflur í skál og helli Coca-Cola yfir. Þetta á heimsmeistaratitil skilinn“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Fékk áfall þegar hann sá hver afborgun lánsins var eftir að vextirnir losnuðu – „Arion er að setja mig á hausinn“

Fékk áfall þegar hann sá hver afborgun lánsins var eftir að vextirnir losnuðu – „Arion er að setja mig á hausinn“
Pressan
Fyrir 17 klukkutímum

Rak óvart hljóðnemann framan í Trump – Stuðningsmenn forsetans brjálaðir yfir atvikinu

Rak óvart hljóðnemann framan í Trump – Stuðningsmenn forsetans brjálaðir yfir atvikinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 19 klukkutímum

Sigmundur Ernir skrifar: Nú drepa þeir tvo fyrir einn

Sigmundur Ernir skrifar: Nú drepa þeir tvo fyrir einn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Keyrði á 160 kílómetra hraða með blöðru í munninum – Konan var með símann á lofti

Keyrði á 160 kílómetra hraða með blöðru í munninum – Konan var með símann á lofti