,,Já, ég fór til rjúpna um helgina og það var frábært veður á Bröttubrekkunni. Það var þó nokkuð um veiðimenn á svæðinu,“ sagði Hjörtur Sævar Steinason í stuttu spjalli við Veiðipressuna. Svo virðist sem lítið sé af fugli víða um land eins og við höfum áður sagt frá og veiðimenn virðast vera sammála um það.
,,Við vorum á Bröttubrekkunni neðarlega og sáum mikið ummerki eftir fugl og refinn líka. Refurinn er víða á ferðinni. Sá svo í lokin þrjár styggar rjúpur og náði einni á flugi. Það var byrjað að rökkva og var erfitt að finna hana en það hafist. Það voru nokkrir bílar á heiðinni, ofarlega og neðarlega líka. Ég borða ekki rjúpur en finnst gaman að veiða þær,“ sagði Hjörtur ennfremur.
Myndir. Það var fallegt á fjöllum víða um helgina eins og á Bröttubrekku. Mynd Hjörtur.