,,Ég skrapp aðeins í smágöngu með hundinn í fyrradag. Það þarf að viðra hundinn og ég náði fimm stykkjum,“ sagði Reynir M. Sigmundsson er við heyrðum aðeins í honum nýkomnum af rjúpnaslóð.
,,Það var svolítið af fugli en hann var ljónstyggur enda norðan 15 metrar á sekúndu. Þetta hefur verið ágæt kropp það sem af er tímabilinu en ég hef heyrt að menn séu ekki að fá mikið núna. Veðurfarið skiptir miklu máli. Það er aldrei sama vindáttinn í nokkra daga, þannig að fuglinn er mjög dreifður. Maður er búinn að fá í jólamatinn allavega,“ sagði Reynir ennfremur um veiðina.