,,Við tókum svaka labbitúr í gær, allavega 25 kílómetra og fengum tvo fugla. Svona er þetta búið að vera nokkrum sinnum. Þetta er hressandi en það virðist ekki vera mikið af fugli,“ sagði veiðimaður sem labbaði í gær mikið og í sama streng taka fleiri veiðimenn á þessu tímabili.
Það virðist vera miklu minna af fugli víðast hvar og það þarf að hafa mikið fyrir að ná nokkrum fuglum. Fuglinn er ljónstyggur og lætur sig hverfa við minnstu hreyfingu.
,,Ég er búinn að fara nokkrum sinnum, jú fimm sinnum, og er ekki kominn ennþá með jólamatinn. Samt hef ég líklega labbað um 80 til 100 kílómetra,“ sagði veiðimaður sem á eftir að ná ennþá í jólamatinn.
Jú, auðvitað eru til veiðimenn sem hafa fengið í soðið og meira en það en það þarf að hafa meira fyrir því en oft áður. Það er málið.
Mynd. Það er þarf mikið að labba þessa dagana á rjúpunni. Mynd GB