Þriðja tölublað Sportveiðiblaðsins er komið út og er að finna í blaðinu ýmislegt góðgæti fyrir veiðimenn á öllum aldri.
Í blaðinu er frábært viðtal við Nils Folmer Jörgensen, þar sem hann ræðir um veiðina, starfið og ljósið og skuggana í lífi veiðimanns. Einnig er skemmtilegt viðtal við blómabarnið Denna, en hann þekkja veiðimenn sem stunda stóru árnar á Norð-Austulandi en Denni er staðargæd m.a. í Selá.
Fjallað eru um skotveiði og förum við í hreindýraleit og fræðumst um gæsaveiðar og uppbyggingu á ökrum. Fjölmargir koma með greinar og pistla í blaðið og farið er um víðan völl líkt og áður.
Við hvetjum veiðimenn til að styðja við útgáfu blaðsins með því að gerast áskrifendur.
Góðan lestur og óhætt að segja að lestrarjólin koma snemma í ár!