fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024

Harma ekki meiri samvinnu frá stjórnvöldum við félagið

Gunnar Bender
Sunnudaginn 1. nóvember 2020 18:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

SKOTVÍS harmar að yfirvöld skuli ekki hafa verið í nánari samvinnu við félagið fyrir komandi rjúpnaveiðitímabil.
 Skotveiðimenn óskuðu eftir fundi með Umhverfisstofnun um komandi veiðitímabil en fékk ekki og nú hafa Almannavarnir gefið út yfirlýsingu 5 klst áður en rjúpnaveiðin byrjar án samtals við veiðimenn.
Með samtali hefði t.d. verið hægt að fresta fyrstu helginni og bæta þá við annari í byrjun desember og/eða opna SV-svæðið fyrir skotveiðum.
Einfaldar aðgerðir sem mótvægi en fengu ekki umræðu.
Samt er tekið fram að ALLIR eigi að halda sig heima. Það sýnist félaginu vera stefnubreyting frá því í gær. Einfaldara hefði verið að segja fólki þá að ferðast innanhuss þessa helgi og tilkynna það fyrr. það skýtur skökku við að þessum tilmælum er eingöngu beint til veiðimanna en ekki annarar útivistar þar sem fólk er í meiri nánd t.d. ferðalaga í sumarbústaði.
SKOTVÍS hefur að eigin frumkvæði sett í gang með nokkrum fyrirvara herferð þar sem veiðimenn eru hvattir til að huga að sóttvörnum. Þar sem margir eru lagðir af stað eða geta ekki hætt við ferðir þá viljum við ítreka tilmæli okkar:
Forðist samneyti við aðra
Notið ekki þjónustu eða kaupið þjónustu
Ef tveir eða fleiri eru í bíl, hugið að sóttvörnum, sprittið og verið með grímur.
Veiðiferð skal vera ferð frá A til B, veiðar á veiðislóð, ferða frá B til A.
Farið varlega, akið eftir aðstæðum og ekki leggja í tvísýnt veður.
Við erum ÖLL í þessu saman, en það krefst samvinnu, samtals og sveigjanleika.
Við skorum á veiðimenn að hlýða þeim reglum sem eru í gildi hverju sinni og skorum á stjórnvöld að taka upp beint samtal við hagsmunasamtök veiðimanna.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Rýmingu lokið í Bláa lóninu

Rýmingu lokið í Bláa lóninu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Segir upp hjá Inter Miami

Segir upp hjá Inter Miami
Eyjan
Fyrir 11 klukkutímum

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“
Eyjan
Fyrir 14 klukkutímum

Össur segir Þorgerði farna að hallast til hægri – „Hún smó undan sem fugl á flugi“

Össur segir Þorgerði farna að hallast til hægri – „Hún smó undan sem fugl á flugi“
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Bjarni framlengir við KA

Bjarni framlengir við KA
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“