fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024

Breytt skipulag í Laxá í Aðaldal

Gunnar Bender
Miðvikudaginn 4. nóvember 2020 11:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fjölmennum fundi Veiðifélags Laxár í Aðaldal var ákveðið breytt skipulag á veiðileyfasölu fyrir árið 2021. Öll áin verður seld sem ein heild og fækka þær jarðar sem taka þátt í samstarfinu stöngum úr 17 í 12. Utan þessa samstarfs verða jarðirnar Árbót og Jarlsstaðir. Rekin verða tvö veiðihús, veiðihúsið í Nesi og  veiðihúsið Vökuholt á Laxamýri. Stefnt er með því að geta veitt veiðimönnum góða persónulega þjónustu í minni hópum.

Gert er ráð fyrir að veiðimenn muni veiða alla ánna á þrem dögum, en um 70 ár eru síðan hægt var að veiða Æðarfossana, Mjósund, Brúarsvæðið, Núpafossbrún, Höfðahyl, Presthyl, Vitaðsgjafa, Hólmavaðsstíflu og Óseyrina í einum veiðitúr.

Aðalfundur ákvað jafnframt að semja við félag í eigu þeirra bræðra í Nesi Árna Péturs og Hermóðs Hilmarssona og félags landeigenda á Laxamýri um umboðssölu og umsjá með móttöku veiðimanna. Þeir Árni Pétur og Hermóður hafa um árabil rekið Nessvæðið við góðan orðstír. Landeigendur á Laxamýri hafa nýlega keypt allar eignir Laxárfélagsins á jörðin þar með talið veiðiheimilið Vökuholt.

Markmiðið með þessu samstarfi er að minnka veiðiálag og auka það pláss sem veiðimenn hafa til veiða. Fækkun stanga er veruleg eða um 30 prósent sem ætti að auka gæði veiðanna til muna.  þrátt fyrir mjög erfið síðustu ár, er meðalveiði í Laxá í Aðaldal síðan 2010 860 laxar. Að jafnaði veiðast á þriðja tug tuttugu punda plús laxar í ánni sem gefur veiðimönnum góða stórlaxa von veiðisumarið 2021.

Aðalfundurinn samþykkti jafnframt fiskræktaráætlun sem leggur áherslu á bætingu búsvæða með grjóti og uppbyggingu hrygningasvæða með útkeyrslu hrygningamalar. Lögð er áhersla á uppbyggingu hrygningastofnsins og vernd þessa merkilega stórlaxastofns.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 9 klukkutímum

Snærós veltir fyrir sér ótrúlegu fylgishruni Sjálfstæðisflokksins – „Hann er bara ekkert hot lengur“

Snærós veltir fyrir sér ótrúlegu fylgishruni Sjálfstæðisflokksins – „Hann er bara ekkert hot lengur“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Birkir Valur og Bragi Karl í FH

Birkir Valur og Bragi Karl í FH
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Sturlun í Filippseyjum – Varaforsetinn hótar að láta myrða forsetann ef hann gerir henni mein

Sturlun í Filippseyjum – Varaforsetinn hótar að láta myrða forsetann ef hann gerir henni mein
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

,,Ef það gerist þá mun Liverpool valta yfir okkur“

,,Ef það gerist þá mun Liverpool valta yfir okkur“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

FA kvarta til Umboðsmanns Alþingis vegna reglugerðar Willums um kúkabrúnar tóbaksumbúðir

FA kvarta til Umboðsmanns Alþingis vegna reglugerðar Willums um kúkabrúnar tóbaksumbúðir
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

England: Liverpool lenti í vandræðum en Salah kom til bjargar

England: Liverpool lenti í vandræðum en Salah kom til bjargar
Eyjan
Fyrir 12 klukkutímum

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Cher fékk sjokk þegar hún lét breyta nafni sínu

Cher fékk sjokk þegar hún lét breyta nafni sínu
EyjanFastir pennar
Fyrir 14 klukkutímum

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur