,,Ég fékk nokkrar, þetta var bara fínt,“ sagði Ingólfur Kolbeinsson er við heyrðum í honum en margir hafa farið til rjúpna fyrstu dagana sem mátti veiða, En veiðimenn sem við ræddum við voru sammála um að hóflega væri veitt og útiveran er góð.
,,Ég fór vestur og fengum fjóra fugla, þetta er bara gott,“ sagði veiðimaður í spjalli við Veðipressuna. ,,Ég heyrði aðeins í veiðimönnum og það virtist ekki mikið um fugl.
Veiðimenn eru að veiða bara hóflega, rétt í jólamatinn.
Annar veiðimaður sem við hittum sagði að þetta væri gott. Hann ætlaði bara að láta þetta duga þetta tímabilið. Maður borðar bara eitthvað annað þessi jólin.
Stofnstærð rjúpu er ekki hátt núna eða 25 þúsund fuglar Hófleg veiði á við á þessum tímum núna.
Mynd: Ingólfur Kolbeinsson með nokkrar rjúpur.