,,Ég fór upp hjá Fornahvammi og lengst inn eftir en fékk ekki bein,“ sagði skotveiðimaður sem við hittum við Fornhvamm þar sem hann var að ganga frá fjórhjólinu sínu.
,,Jú, menn voru að fá eitthvað en ekki mikið, einn og einn fugl. Það var klikkað veður þarna upp frá og snjóaði lítillega. Allt annað þegar maður kemur hingað niður, þá bíður manns bara rjómaveður,“ sagði veiðimaðurinn ennfremur.
Margir voru á heiðinni og líka á Bröttubrekku en menn voru ekki að fá mikið þar. Einhverjir hættu við að fara að skjóta eftir að Almannavarnir sendu ut fréttatilkynningu nokkrum mínútum áður en rjupnaveiðin átti að hefjast sem var eins öskur úti í vind. Fyrirvarinn var alltof alltof stuttur enda margir komnir á veiðislóð.
Mynd: María Gunnarsdóttir með tvær rjúpur upp undir Holtavörðuheiði. Mynd GB