Haraldur Eiríksson fyrrverandi starfsmaður Hreggnasa síðustu árin, hefur leigt Laxá í Kjós, Bugðu og Meðalfellsvatn og Höklar ehf næstu árin. En Höklarnir er neðsti staðurinn í Laxá í Kjós og gaf hér áður fyrr vel af laxi.
Hreggnasi sem leigt hefur Laxá í Kjós í fjölda ára hverfur á braut eftir mörg góð ár við Laxá í Kjós.
Guðmundur Magnússon, formaður Veiðifélags Laxár í Kjós, sagði um helgina að töluverðar breytingar væru að verða í Laxá í Kjós en vildi ekkert staðfesta það í samtali. Það myndi koma allt saman í ljós í vikunni.
Haraldur þekkir Laxá í Kjós vel enda búinn að vera leiðsögumaður við ána síðustu árin og verður greinilega allt í öllu á bökkum Laxár og Bugðu næstu árin. Veiðin var fín í Kjósinni í sumar, miklu betri en fyrir ári síðan.
Ekki náðist í Jón Þór Júlíusson hjá Hreggnasa til að fá viðbrögð hans við þessum tíðindum um Laxá í Kjós.
Mynd. Haraldur Eiríksson nýr leigutaki Laxár í Kjós í góðum félagsskap við ána með stráknum sínum.