,,Þetta er flott að sjá alla þessa vænu urriða, maður veiddi engan svona í allt sumar,“ sögðu eldri hjón á Þingvöllum í gær. Fjöldi fólks var mættur á Þingvelli til að skoða urriðann sem mættur er í Öxarána, bara í þeim einum tilgangi að fjölga sér í ánni. Hamagangurinn er byrjaður á fullu, kynlífið er komið á fullt. Þetta er bara tignarleg sjón.
Margir hafa lagt leið sína síðustu daga á Þinvelli til að skoða þessi fyrirbæri, bolta urriðar og stutt í að veiðistjórinn Jóhannes Sturlaugsson fari að eiga við þá og skoða þá betur. Fáir eru betri í þeim efnum.
,,Já, þetta eru flottir fiskar hérna og gaman að skoða þetta,“ sagði Guðmundur Ágústsson sem var einn af þeim fjölmörgu sem lagði leið sína til Þingvalla í gær til að skoða boltana. Þetta er bara tignarleg sjón.
Myndir. Fjör við Öxarána í gær. Myndir María Gunnarsdóttir.