Þá er þetta veiðisumar á enda og margir hafa veitt maríulaxinn sinn í sumar. Það eru samt ekki margir sem hafa síðan bætt við tveimur löxum á stuttum tíma. Það gerði hann Einar Kristinn Garðarsson sem er 12 ára og með mikla veiðidellu. En þessa laxa veiddi hann út á Mýrum.
Það tók um tuttugu mínútur að landa fyrsta fisknum en hann var fimm punda lax. En hann hélt áfram að veiða og setti strax í lax. Síðan landaði hann tveimur öðrum löxum, fimm og sex punda . Það var hálf hryssingslegt veður þennan dag sem maríulaxinn kom á land. Það voru ekki nema um fimm gráður þarna og allavega um tíu metrar á sekúndu.
Það má eiginlega segja að fjölskyldur hafa sjaldan veitt eins mikið saman eins og í sumar. Aðstæður voru þannig og Veiðikortið virkaði víða í sumar í vötnum landsins. Og silungsveiðin var flott, fiskurinn vænn og vötnin að gefa vel.
Mynd. Einar Kristinn Garðarsson að renna fyrir fisk og á hinni myndinni er hann með einn lax sem hann veiddi, hann fékk þrjá. Mynd Aron