Rjúpnaveiðin hefst á sunnudaginn og staðan núna er ansi skrítin en veiðimenn eru hvattir til að fara alls ekki langt til rjúpna til að byrja með. Auðvitað vegna ástandsins sem er í þjóðfélaginu þessa dagana og smitum að fjölga.
Ætlast er til að menn veiði á sínum heimaslóðum sem getur verið erfitt eins og hérna suðurhorninu. Auðvitað eiga menn alls ekki að þvælast langt eins og Austurland þar sem er nánast ekkert smit.
,,Ég veit ekki hvert ég að að fara. Ég er hérna í Reykjavík og öll svæði hérna í kringum Reykjavík eru lokuð fyrir skotveiði fyrir löngu,, sagði veiðimaður sem ég ræddi við og hann bætti við.
,,Við ætluðum austur en það verður ekki af því. Ætli maður endi ekki á Bröttubrekku eða Holtavörðuheiði, verða bara ekki allir þar að skjóta. Ég veit það ekki,“ sagði veiðimaður ennfremur frekar þungur á brún.
Það verður fróðlegt að sjá hvernig fyrstu daganir verða á rjúpunni, aðal atriði að fara varlega og passa sig.