Veiðisumarið í sumar hefur verið merkilegt fyrir marga hluta sakir. Fjölskyldan hefur aldrei veitt eins mikið saman og í sumar, silungsveiðin var góð víða og margir fengu fína veiði. Veiðimenn á öllum aldri.
,,Við fórum oft að veiða með krakkana og fengum flotta veiði, útá Skaga, vestur á land og víða annarsstaðar. Veiðin var bara góð,“ sagði veiðimaður sem ég hitti fyrir nokkru og hann var kátur með sumarið, krakkarnir fengu nýjar stangir og konan kom með líka að veiða.
,,Sumarið var skrítið en allir gátu veitt,“ sagði veiðimaðurinn og vonandi höldum við áfram saman að veiða meira næsta sumar.
Veiðikortið gekk frábærlega að sögn Ingimundar Bergssonar hjá Veiðikortinu og fjölskyldurnar keyptu kortið grimmt. Í sama streng tóku þeir veiðibúðar snillingar sem við ræddum við. Fjölskyldan veiddi mikið saman, aldrei eins og í sumar. Keyptar voru kast og flugustangir til að allir gætu veitt og veiðidót því samfara.
Mynd. Vaskir veiðimenn að renna fyrir fisk við Hreðavatn í Borgarfirði, allir að gera eitthvað sem þeim þykir skemmtilegt. Mynd María.