,,Við vorum að koma úr Þverá í Fljótshlíð og það gekk vel, mjög vel,“ sagði Sindri Þór Jónsson en veiðin er ennþá flott í Þverá og þar hafa veiðst yfir 600 laxar í sumar. Og Sindri var á veiðislóðum og veiddi vel á nýju flugustöngina.
,,Ég tók þrjá í fyrradag og þá þann stærsta á flugu sem ég hef veitt. Ég keypti mér flugustöng fyrir þennan veiðitúr í Þverá og veiddi nokkra á flugu. Við fengum níu laxa og misstum slatta en fiskarnir veiddust flestir á rauða franses. Það var var hellings líf þarna og skemmtilegir veiðistaðir. Við ætlum klárlega aftur þarna á næsta ári,“ sagði Sindri Þór um veiðitúrinn í Þverá á slóðum Gunnar á Hlíðarenda, sem reyndar var ekki mikil veiðimaður, heldur heljarmenni.
Mynd: Sindri Þór Jónsson með stærsta laxinn sem hann hefur veitt á flugu. Hann var 87 sentimetra og tók rauða franses.