Það var fallegt við Hreðavatn í gær, vatnið rennislétt og fiskur að vaka á einum og einum stað. Flestir fiskarnir eru í öðrum hugleiðingum þessa dagana, hrygningartíminn er byrjaður á fullu í flestum vötnum landsins.
Ef vel var skoðað í vatninu í gær mátti sjá að tilhugalífið stendur yfir núna. Veiðin var góð í vatninu í sumar og þá sérstaklega framan af og veiðimenn að fá flotta fiska.
Þegar leið á sumarið smækkaði fiskurinn en vatnið er skemmtilegt og gaman fyrir fjölskyldur að veiða þar. Flestir fá eitthvað á færið.
Mynd: María Gunnarsdóttir.