fbpx
Laugardagur 21.desember 2024

Ályktun frá stjórn SKOTVÍS vegna fyrirkomulags rjúpnaveiða haustið 2020

Gunnar Bender
Þriðjudaginn 20. október 2020 11:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umhverfis-og auðlindaráðuneytið hefur gefið út að engar breytingar verði gerðar á veiðitíma rjúpu þetta árið, þrátt fyrir að full ástæða hafi verið til að endurskoða árs gamla ákvörðun. Í rúman mánuð, eða frá 7. september, hefur SKOTVÍS farið fram á samráðsfund með Umhverfisstofnu vegnarjúpnaveiða í haust eins og venja hefur verið.

Á þessu ári hafa t.d. forsendur breyst verulega frá fyrra samráði. Ljóst er að stjórnun rjúpnaveiða hefur gengið vel frá 2005, verulega hefur dregið úr veiði og bein afföll vegna veiða hafa lækkað. Frá 2005 hefur fjöldi veiðidaga verið mismunandi eftir  árum, frá 9 og upp í 47 daga.

Athyglisvert er að fjöldi leyfilegra veiðidaga sýnir engin tengsl við veiðidánartölu rjúpunnar. (Mat á veiðiþoli rjúpnastofnsins haustið 2020, NÍ.) Þannig sýna gögn Umhverfisstofnunar t.d. að fjöldi sóknardaga veiðimanna hefur haldist nokkuð jafn óháð því hver fjöldi leyfilegra veiðidaga er. Í þessu samhengi er það mat Umhverfisstofnunar að fleiri veiðidagar hafi jafnframt jákvæð áhrif á öryggi veiðimanna sem og áhrif veiða á streitu hjá rjúpu þar sem að færri veiðimenn eru á veiðislóð á hverjum veiðidegi; (Úr tillögum UST til UAR 2020)

Fækkun leyfilegra veiðidaga úr 69 í 22 er því ekki lengur veiðistjórnunaraðgerð. Aðgerðin hefur neikvæð áhrif á öryggi veiðimanna og eykur álag á rjúpnastofninn. Stjórnvaldi ber að byggja ráðgjöf sína á bestu fáanlegu gögnum, að leggja til fækkun veiðidaga gengur gegn þeirri skyldu. Ráðgjöfin er beinlínis í mótsögn við greinargerðina.

Veiðitímabilið byrjar núna á sunnudegi, það er augljóst að það minnkar öryggi veiðimanna og eykur streitu fyrir rjúpuna þegar allir fara þennan fyrsta dag. Rökréttara hefði verið að láta tímabilið byrja á föstudegi og dreifa álaginu yfir helgina. Það staðfesta rannsóknir um veiðihegðan veiðimanna. Viðkomubrestur varð hjá rjúpu á Norðausturlandi s.l. sumar. Það kom fram á fundi með NÍ 10. september sl.

SKOTVÍS telur þessa stöðu mjög alvarlega og hefði viljað ræða við Umhverfisstofnun um samræmdar aðgerðir í haust. SKOTVÍS hugðist einnig ræða hugsanleg áhrif sóttvarnaraðgerða á veiðitímabilið framundan, sem og áralanga friðun á suðvesturhluta landsins. Friðunin var sett fyrst á vegna rannsókna en síðan sem samanburðarsvæði við veidd svæði. Svæðið varð aldrei samanburðarhæft og núna veit enginn af hverju svæðið er friðað.

Það er því samræmi við góða stjórnsýsluhætti að aflétta þeirri friðun til að byggja upp traust veiðimanna til stjórnvalds. Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir um samráðsfund var hann aldrei haldin. Það er annkannalegt fyrir stofnun sem hefur SAMSTARF sem eitt af þremur opinberum gildum sínum. Loks fékk SKOTVÍS fund með starfsmönnum Umhverfisráðuneytis og kom félagið á framfæri þeim sjónarmiðum um mikilvægi samráðs áður en endanleg ákvörðun yrði tekin. Í kjölfarið sendi Skotvís Umhverfisstofnun og ráðuneytinu bréf þar sem sjónarmið félagsins voru áréttuð og ítrekuð beiðni um samráð. Skömmu eftir að þeim fundi lauk, sendi ráðuneytið hins vegar frá sér fréttatilkynningu um fyrirkomulag rjúpnaveiði.

Það er því ljóst að fundurinn var aðeins haldinn til að friða félagið. Í allt haust hefur SKOTVÍS lagt áherslu á breyttar forsendur fyrir veiði, en talað fyrir daufum eyrum. Í ráðleggingum Umhverfisstofnunar til ráðuneytis er vísað í samráð sem haft var fyrir rúmlega ári síðan, árið 2019. Og þrátt fyrir að nýjar og betri upplýsingar liggi fyrir um veiðistjórnun, er það ákvörðun stofnunarinnar, og ráðherra í kjölfarið að gera ekki neitt.

Í augum þeirra þúsunda náttúruunnenda sem stunda skotveiði heitir það sýndarmennska. Sýndarmennska sem aldrei getur orðið grunnur að málefnalegri umræðu eða ákvarðanatöku. Með þessari framgöngu hefur Umhverfisstofnun sýnt félaginu lítilsvirðingu, hafnað samstarfi á ómálefnalegum forsendum og ekki farið eftir vísindagögnum.

Umhverfisráðherra hefur kosið að gera engar athugasemdir við feril málsins þrátt fyrir skort á samráði og ráðgjöf sem er í hrópandi ósamræmi við gögn málsins.  Eitthvað sem félagið átti síst von á frá þeim aðilum sem hingað til hafa unnið faglega að þessum málum segir í tilkynningu frá stjórn SKOTVÍS

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Á erfitt með að vera pirraður út í stjórann – Skilur sjálfur að hann sé með engar mínútur

Á erfitt með að vera pirraður út í stjórann – Skilur sjálfur að hann sé með engar mínútur
Pressan
Fyrir 9 klukkutímum

Fundu 76 barnslík – Bringan hafði verið skorin upp á þeim öllum

Fundu 76 barnslík – Bringan hafði verið skorin upp á þeim öllum
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg

Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg